Er GUÐ KONA ?

Er GUÐ KONA ?Kona


Svona skilgreinir RALPH LAUREN hönnun sína

´ Ég hef alltaf trúað á stílinn en ekki tískuna . Tískan er augnabliksins og því ekki auðfönguð . Stílfærsla bæði kvenna og manna skilgreinir manneskjuna og því rökréttara að fylgja eftir stílnum . ´ Svona skilgreinir RALPH LAUREN innblástur sinn til hönnunar .Ralph Lauren


Frakkar frá PAUL SMITH í haust og vetur í sterkum litum

Paul Smith hefur hrint úr vör auglýsingaherferð fyrir karlmannatísku sína haust vetur 2018 - 19 og má þar sjá háPaul-Smith-Fall-Winter-2018-Campaign-001lfsíða frakka sem eru ýmist í sterk rauðum eða ýktum bláum lit . Upptakan fór fram í anddyri hótels í London og er fyrirsætinn ROCH BAROK . Sagt er að tískuhönnuðurinn sæki innblástur í kvikmynd Nick Cave frá sjöunda áratugnum og niðurlendsk málverk síðalda .


Starfslið MOMA tryggir áframhaldandi starfsemi safnsins með samningi

Eftir 6 mánaða stöðvun hefur starfslið MOMA sem tilheyrir verkalýðsfélaginu Local 2110 UAW sem er hluti að bandarískri verkalýðshreyfingu nú tryggt áframhaldandi sterfsemi safnsins með því að ganga að samningi til fimm ára frá 16. mánaðarins . Höfðu þeir haldið uppi aðgerðum í 122 daga svosem mótmælum við höggmyndagarð safnsins auk mótmælagöngu í anddyri safnsins þann 6. ágúst . Samningurinn veitir óbreyttu starfsliði aukin réttindi svosem sjúMoMAUnionWalkout-13-1460-720x480kratryggingu auk 3 - 4 % hækkun launa .


Fyrirsætur sem Ísland hefur átt

Það er ekki auðhlaupið að því að öðlast frama í fyrirsætuheimi en við Íslendingar höfum þó átt þrjár fyrirsætur sem hafa náð að gera sig á vettvangi tískuheimsins á sinnhverjum áratugnum . Fyrst er að telja MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR sem hóf feril sinn við upphaf sjöunda áratugarins og varð þekktust fyrir að birtast á forsíðu tískutímaritsins VOUGUE . Sat hún fyrir hjá mörgum þekktustu ljósmyndurum vettvangs tískunnar á þeim tíma . Fyrirsæta frá Íslandi á áttunda áratugnum og var stundum kölluð Supermodel var BRYNJA SVERRISDÓTTIR sem kom fram í tískusýningum í Mílanó og París . Hún birtist í tímariti VOUGUE Italia árið 1887 og 88 og var fyrirsæta í auglýsingum fyrir þekktustu merki á við Valentino og YSL . Á níunda áratugnum varð einnig nokkuð þekkt Íslensk fyrirsæta sem heitir ELÍSABET DAVÍÐSDÓTTIR en hún kom fram í tískusýningum í háborgum tískunnar á árunum 1998 til 2001 og starfaði nokkuð í London .Var hún á forsíðu Vougue árið 1998 og tímaritsins MADAME árið 2009 .María GuðmundsdóttirBrynja Sverrisdottir Valentinoelisabet_davidsdottir


FENDI býður töskur af ýmsu tagi fyrir karlmenn með sumrinu 2019

Einkennandi var að á sýningu Rómverska stórrisans FENDI fyrir herratískunu Sumar 2019 í júní að allir sýningarmennirnir báru töskur af einhverju tagi ; ýmist léttar handtöskur eða mikFendiFendiFendilar burðartöskur . Hér má sjá nokkur sýnishorn af því sem koma skal .


Lifandi sýning KEES VISSER í BERG contemporary gallerí

KEES VISSER er myndlistarmaður sem kemur upphaflega hingað frá Hollandi . Þar hafði hann tekið upp vintygi við íslenska konu í myndlistarnámi og getið með henni buru sem er ástæðan fyrir því að hann hefur jafnframt á listferli sínum verið virkur og starfandi á Íslandi og skipað sér í röð fremstu myndlistarmanna . Ég minnist þess að hafa heimsótt þessi hjú , konan hét Rúna ; á ferð minni um Amsterdam fyrir orðið mörgum árum en aðspurður segir Kees mér að uppruni hanns liggi í Alsír . Listamaðurinn sver sig nokkuð í anda við naumhyggjuna með næsta eintóna litaKees Visser í Berg contemporary galleríflötum en skilur sig rétt aðeins frá þeim fyrir að fletir hans eru organiskir , hann leggur sig ekki fram að litaflöturinn sé beinn og reglulegur heldur óreglulega dreginn . Þá er áberandi að litirnir eru fullir af lífi sem mæta þér í björtum tóni og áferðin gjarna líkt og sendinn eða kristölluð . Kees spilar sterklega fram bláum litatóni og verður að teljast einstaklega ágæt myndröð hans af mismunandi blæbrigðum blás . Þetta held ég teljist listsýning í hærri staðli þess sem borið er fram í menningarlífi Reykjavíkurbæjar .


HAN karlmannalína á tískuviku í Kaupmannahöfn tíunda árið

Sýningin fór fram í yfirgefnu vöruhúsi í Norðurhlutahan_ss19_fy18han_ss19_fy25 Kaupmannahafnar þar sem merkið HAN sýndi karlmannalínu sína fyrir Vor Sumar 2019 . Merkið hefur tekið þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn síðan 2013 og fagnar því 10unda ári sínu . Fatnaðurinn var sportlegur , mikil áhersla á denim klæðnað og herralegann sumarfatnað .


ÓMAR SVERRISSON ljósmyndari

ÓMAR SVERRISSON er ljósmyndari sem verður orðið að teljast áhugaverður fyrir ekki síst portrett myndir sýnar sem hann tekur við ýmsa viðburði og tækifæri þar sem hann er innvígður á senu og mætir upp ; gjarnan af ýmsum þekktum fígúrum úr listageiranum og þjóðlífinu . Hann er sonur Maríu Harðardóttur sem var vel þekkt fyrirsæta á árum áður hér á Íslandi og lærði ljósmyndun við margmiðlunardeild Tækniskólans . Þá dvaldi hann um tíma í Danmörku og hélt þar sýningu á portrettjljósmyndum sínum í sumar en sýningin var á upphengi útivið í góðviðrinu sem þar gladdi menn . Áhugavert er að skoða facebook síðu hans og þá er hægt að kaupa hjá honum innrömmuð ljósmyndaverk og eins panta portett mynd sem kostar í prentun 18. þúsund krónur Frá sýningu Ómars Sverrissonarlitlar .


KARLFYRIRSÆTI Í YFIRSTÆRÐ

Einsog áprentunin á T-shirt hans segir til um þá er fyrirsætinn í yfirstærð en hann er að koma fram í sýningu hjá labeli sem sérhæfir sig í stórum stærðum . Góða boli og gjarnan vandaða eða með hnyttinni áprentun er gott að eiga í fataskápnum og geta hentað við ýmis tækifæri einsog þegar farið er með félTshirtögunum á kráarrölt . Gott er að hafa í huga við kaup á karlmannafatnaði að misræmi er milli Evrópsks stærðarskala og Amerísks sem hleypur á heilu númeri . Þannig er Large í bandarískri stærð XLarge í Evrópskri semsagt númerinu betur um sig .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Ágúst 2018
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Harrods-Slim-fit-Suit
  • Harrods-Double-breasted-Suit
  • Filippa-K-Summer-2024-Campaign-003
  • Filippa-K-Summer-2024-Campaign-001
  • 438669843 1052380942982327 9180767670887369654 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 175
  • Frá upphafi: 49821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband