HEDI SLIMANE tískuhönnuður debuterar með CELINE

Tískuhönnuðurinn gerþekkti HEDI SLIMANE sem vakti hvað mesta athygli sem hönnuður DIOR debuteraði á tískuvikunni sem nú stendur yfir í París með nýju merki sem hann er tekinn við : CELINE . Stílinn var ekki ólíkur því sem gerðist þegar hann var við Dior , nokkuð í anda punk-rokk kultsins ; mikið í svörtu á grannvaxna menn með mjó lakkrísbindi í einhnepptum jakkafötum .Celine_ss19_fy9Celine_ss19_fy37Celine_ss19_fy41Celine_ss19_fy5Celine_ss19_fy14


´ I WON A PRIZE ´ : HELGI OGRI

Ég lít ekki svo stórt á mig að ég ætti von á að hreppa verðlaunin í ljósmyndasamkeppni sem ég tók þátt í sem Artisti og hét ´ Where Fashion meets Art ´. Þó má alltaf láta sig dreyma og einhverju sinni sem ég lágtekjumaðurinn var staddur í húsgagnaverslun sem sérhæfir sig í Ítalskri hönnunn að skoða hægindastóla  óskaði ég þess með sjálfum mér að ég yrði svo lánsamur til að hreppa vinningsupphæðina til að geta keypt slíkan stól . Það var rússneskur listamaður sem hirti á endanum verðlaunin , sem ég þykist þekkja til hvaðan kemur en það er frá hópi í St. Pétursborg sem ég hefi kynnt hér í blogginu og kallst P-10 . Voru þar að sjá andlit og höfuðlag Lenín og Trotsky sem í uppstillingum tískufyrirsæta . Heldur fannst mér það innvígt og hugsaði með sjálfum mér ; veit einhver í Bandaríkjunum hver Trotsky er ?  En viti nú menn , fyrir skömmu fæ ég bréf frá Danmörku um að mér beri að fá greitt uppsafnaðann lífeyrissjóð sem var nákvæmlega sú upphæð sem verðlaunin í þessarri samkeppni hljóðuðu uppá . Svo nú sit ég bráðum einsog fínn maður yfir afþreyingu minni, í Ítölskum hágæða leðurstól .


BYRJAÐ AÐ SJÁ Á SNJÓ Í EFSTU HLÍÐUM ESJUNNAR

Veðurglöggir menn hér í fyrri tíð spáðu gjarnan í tíðarfar af hvursu sá á snjó í hlíðum Esjunnar í Reykjavík . Þó skyggni sé ekki það besta þennann Snjór í efstu hlíðum Esjudaginn hefi ég tekið eftir því undanfarna daga að aðeins er farið að sjá á snjó í efstu hlíðum fjallsins . Hvort við eftir þessu að dæma megum eiga von á vetrarríki framundan .


Þekktir fyrirsætar og fyrirsætur í auglýsingaherferð BAYMEN CLUB haust/vetur 2018.-19.

Fyrirsætarnir Filip Hrivnak hinn slóveski og Alexander Chunha prýða auglýsingaherferð BAYMEN CLUB fyrir haust og vetur 2018. - 19. og taka sig vel út í sígildum vönduðum harrafatnaði . Með þeim eru fyrirsæturnar Alanna Arrington og hin franska Regitze Christensen . Ljósmyndari var Koray Birand .Beymen-Club-FW18-Men-Koray-Birand-01Beymen-Club-FW18-Men-Koray-Birand-06


HELGI OGRI þáttakandi í samkeppninni PHOTOPLUS 2018

Myndlistarmaðurinn og modelið HELGI OGRI er þáttakandi í samkeppni sem kallast Perspectives og tengist mikilli ljósmyndahátíð sem fram fer í New York um miðjann Október og kallast PHOTOPLUS EXPO 2018 . Verk Helgi Ögri er undir flokknum Portraits en einnig eru flokkarnir Street Photography og Architecture and Landscapes þar sem meðal annars er að finna myndir sem ljósmyndarar hafa tekið á ferðum sínum um Ísland . Ljósmyndasamkeppnin er nú kominn fyrir dómnefnd sem er skipuð af fimm manns , faglegum ljósmyndurum , listrænum stjórnanda Harpers Magasine og að lokum Katrin Eismann sem stýrir listrænni digital ljósmyndadeild School of Visual Arts í New York . Verk Helgi Ogri kallast : OGRI - OGRI - MonumentalMonumental .


GUCCI sýnir karlmannalinu sumarið 2019 á tískuviku í Mílanó

ALLESANDRO MICHELE sem tók við hönnunn hins klassíska Ítalska tískumerkis GUCCI fyrir fáeinum árum sýndi herralínu sína fyrir Vor og Sumar 2019 á tískuvikunni í Mílanó á dögunum . Fatnaðurinn var í bland einfaldur og klassískur en bryddað upp með skrautlegum múnderingum einsog þessum hönnuði hefur verið lagið eftir að hann tók við . Ingibjörg Pálmadóttir þá eigandi Hagkaup vakti á sínum tgucci_ss19_fy8gucci_ss19_fy11gucci_ss19_fy27íma athygli fyrir að klæðast GUCCI .


Var uppgötvuð sem fyrirsæta 57 ára gömul

Hún hefur sína starfsævi verið starfandi sem lögfræðingur en var uppgötvuð sem fyrirsæta 57 ára gömul fyrir hvað hún var grönn og spengileg . Hún er nú 64 ára gömul og er að koma fram á tískuvikunni í Mílanó í sumartískunni 2019 með hönnuðinum DAKS . Hún segir muninn á því umhverfi sem hún er vön og tískuheiminum vera sá hvursu allir eru óskipulaggðir á framkomuvettvangnum .Daks+Backstage+Milan+Men+Fashion+Week+Spring+vY7epR4BeeolDaks summer 2019


MICHAEL KORS kaupir VERSACE

MICHAEL KORS tískuhönnuðurinn bandaríski hefur keypt VERSACE tískuhúsið á Ítalíu fyrir 2.12 Billjónir dollara . Mun hann breyta nafni farmasins sjálfversace-groups í CAPRI Holdings . Skiftinn hafa vakið blendinn viðbrögð . og spurning hvort Donatella verði við tískuhúsið áfram eða hverfi af vettvangi .


TOMMY HILFIGER sýnir vetrartísku karlmanna 2018 í Shanghai

Meðan hönnuðir hafa keppst við að sýna það sem þeir bjóða uppá Vor og Sumar 2019 fylgir TOMMY HILFIGER nýrri hugmynd um tískusýningar sem kallast ´ See Now , Buy Now ´ og sýnt er það sem er í boði hjá viðkomandi nú að vera . Sýndi hann karlmannalínu sína fyrir Haust og Vetur 2018 í sýningu sem fór fram í Shanghai í Kína á dögunum . Þar bauð hann uppá sportlegann fatnað auk skjólflíka og sýndi jafnframt samvinnu sína við Lewis Hamilton . Þekkt model á við Lucky Blue Smith komu fram í sýningunni .Tommy-Hilfiger-Fall-Winter-2018-Menswear-027Tommy-Hilfiger-Fall-Winter-2018-Menswear-020Tommy-Hilfiger-Fall-Winter-2018-Menswear-025Tommy-Hilfiger-Fall-Winter-2018-Menswear-005


ROBERT PATTINSON leikari á sama afmælisdag og ég

Ég komst að því óvænta um daginn að leikarinn frægi ROBERT PATTINSON á sama afmælisdag og ég Helgi Ögri þann 13. MAI . Ef hann er ekki þekktastur fyrir að leika vampýru . Það á reyndar einn þekktasti karlmodel okkar tíma hinn pólskættaði FRANSISCO LACHOWSKI frá Brasilíu einnig . Honum sendi ég nú einhverju sinni afmæliskveðju og spurði hvort hann hefði nokkuð  með sér svartann kött einsog ég . Það reyndist vera . Ég var mikill hrakfallabálkur sem krakki en eitthvað hefur tilveran snúist mér til heilla í seinni tíð ekki síst eftir að mikill dyggðarmaður Bendt varð félagi minn . Það heimsækja mig fáir þar sem ég bý en þó hefur alið hann á svölunum hjá mér í sumar myndarleg kónguló sem spinnur sinn vef og ég hef alveg látið vera , og svo þar sem ég er á topphæð kemur auðvitað besti vinur minn svartur hrafninn328x328b1226791-highres27459479_10155254576962322_880683699468764_n sem er orðið að heita minn nánasti .


Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Sept. 2018
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Ferragamo-Pre-fall-2024-Campaign-001
  • Ferragamo-Pre-fall-2024-Campaign-002
  • Brunello-Cucinelli-Spring-2024-Authentic-Retreat-002
  • Brunello-Cucinelli-Spring-2024-Authentic-Retreat-003
  • 438165081 7511287895627248 2872891677958335739 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 49744

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband