Færsluflokkur: Menning og listir

Hollensk listasöfn hætta að taka við fjárstuðningi frá Olíufyrirtækjum eftir mótmæli aðgerðasinna

HYPERALLERGIG hópurinn sem berst fyrir umhverfisvernd telur það ólíðandi að Hollensk listasöfn séu að taka við fjárstuðningi frá iðnaðarfyirtækjum sem þau telja spilla umhverfinu ; en olíufyrirtæki hafa veitt styrki til rannsóknarvinnu á málverkum þekktra listamanna bæði í Van Gogh safninu Amsterdam og Mauritshuis safninu í Haag . Hefur hópurinn haldið uppi uppákomum við og í anddyri Van Gogh safnsins undanfarið í mótmælaskyni sem þau kalla ´ Fossil Free Culture - Drop the Shell ´. Nú er svo komið að þessi söfn hafa ákveðið að hætta að taka við þessum fjárstuðningi sem var bæði frá BP og Royal Dutch SHELL . En olíufyrirtækin hafa ekki alveg gefið uppá báruna um áhrif sín og hafa snúið sér til Bretlands og styður BP nú við verkefni hjMótmælaaðgerð í Van Gogh safiniuMótmæli í Van Gogh safninuá Vísinda - og Iðnaðarsafninu í Manchester .


Áfangar Viðey : RICHARD SERRA

Ég gerði einhverju sinni pílagrímsför í Viðey og hafði aldrei komið þangað áður ; til að skoða hvernig verki Ítalska myndhöggvarans RICHAR SERRA Áfangar væri komið fyrir . Hlakkaði mig mikið til að líta augum volduga stuðla sem hafði verið lýst í verki hans . En eitthvað var landfræðileg afstaða mín ekki alveg samkvæmt hugsanagangi þessa Ítala . Þegar í eyna var komið hófu ég og félagi minn göngu í Austurhluta eyjarinnar og áttum von á að berja augum voldugt höggmyndaverkið . En hvað við römbuðum austurhlutann á enda sáum við hvorki tangur né tetur af nokkru slíku listfengi . Hurfum við vonsviknir á braut með það . Það var ekki fyrr en nýverið að mér varð ljóst að samkvæmt jarðvistarlegri hnattstöðu þessa Bandaríkjamanns þá raðast stuðlaverk hans að öllu leyti og einungis VESTANMEGIN  í eynni .Richard Serra Áfangar Viðey


Myndlistarmaðurinn og modelið BERGUR THOMAS ANDERSON gerir það gott erlendis

BERGUR THOMAS er nokkuð þekktur í tónlistargeiranum á Íslandi sem bassaleikari með fleiri hljómsveitum líkt og OYAMA en hann hefur nýlokið í masternámi í myndlist við Akademiuna í Den HAAG Hollandi og býr í Amsterdam . Hann kom einnig fram sem fyrirsæti með OGRI pr og hjá JÖR og var kynntur á Models.com og hefur reynsla hans í framkomu greinilega nýtst honum vel því í útskriftarverkefni sínu sýndi han einleik í Performans og er alla jafna performer við uppákomur og listgjörninga þar sem hann er til boðinn . SEgist hann vera að leita úr þögninni að sinni eigin rödd .Sýnir hann og hefur framkomu Bergur Thomas Andersonvíða í Evrópu meðal annars við listamiðstöðina í Zurich . Þá má sjá myndbandsverk hans á internetmiðlinum VIMEO .


Fyrrverandi uppfræðarar hafa uppi andmæli við NATIONAL GALLERY in LONDON og krefjast réttar síns

27 fyrrverandi uppfræðarar við NATIONAL GALLERY of LONDON , listamenn og listfræðingar sem sagt var upp störfum í október 2017 þar sem þeir störfuðu við uppfræðslu - og menntadeild safnsins hafa nú hafið upp lögleg andmæli við brottrekstri sínum . Segjast þeir ekki hafa notið nokkurra starfsréttinda en vilja láta skilgreina sig sem starfsstétt en ekki sjálfstæða verktaka eða free - lance . Vilja þeir tryggingu um ráðningu sína og segjNational-Gallerya málið prófmál um slíkt . Við safnið eru m.a. verk eftir Rembrandt , Michelangelo og Cézanne .


Lifandi sýning KEES VISSER í BERG contemporary gallerí

KEES VISSER er myndlistarmaður sem kemur upphaflega hingað frá Hollandi . Þar hafði hann tekið upp vintygi við íslenska konu í myndlistarnámi og getið með henni buru sem er ástæðan fyrir því að hann hefur jafnframt á listferli sínum verið virkur og starfandi á Íslandi og skipað sér í röð fremstu myndlistarmanna . Ég minnist þess að hafa heimsótt þessi hjú , konan hét Rúna ; á ferð minni um Amsterdam fyrir orðið mörgum árum en aðspurður segir Kees mér að uppruni hanns liggi í Alsír . Listamaðurinn sver sig nokkuð í anda við naumhyggjuna með næsta eintóna litaKees Visser í Berg contemporary galleríflötum en skilur sig rétt aðeins frá þeim fyrir að fletir hans eru organiskir , hann leggur sig ekki fram að litaflöturinn sé beinn og reglulegur heldur óreglulega dreginn . Þá er áberandi að litirnir eru fullir af lífi sem mæta þér í björtum tóni og áferðin gjarna líkt og sendinn eða kristölluð . Kees spilar sterklega fram bláum litatóni og verður að teljast einstaklega ágæt myndröð hans af mismunandi blæbrigðum blás . Þetta held ég teljist listsýning í hærri staðli þess sem borið er fram í menningarlífi Reykjavíkurbæjar .


ÓMAR SVERRISSON ljósmyndari

ÓMAR SVERRISSON er ljósmyndari sem verður orðið að teljast áhugaverður fyrir ekki síst portrett myndir sýnar sem hann tekur við ýmsa viðburði og tækifæri þar sem hann er innvígður á senu og mætir upp ; gjarnan af ýmsum þekktum fígúrum úr listageiranum og þjóðlífinu . Hann er sonur Maríu Harðardóttur sem var vel þekkt fyrirsæta á árum áður hér á Íslandi og lærði ljósmyndun við margmiðlunardeild Tækniskólans . Þá dvaldi hann um tíma í Danmörku og hélt þar sýningu á portrettjljósmyndum sínum í sumar en sýningin var á upphengi útivið í góðviðrinu sem þar gladdi menn . Áhugavert er að skoða facebook síðu hans og þá er hægt að kaupa hjá honum innrömmuð ljósmyndaverk og eins panta portett mynd sem kostar í prentun 18. þúsund krónur Frá sýningu Ómars Sverrissonarlitlar .


Sérfræðingur telur að verkið SALVATOR MUNDI sé verk aðstoðarmanns DA VINCI

MATTHEW LANDRUS listfræðingur hefur komið fram með það álit sitt að verkið SALVATOR MUNDI sem Louvre safnið í Abu Dhabi keypti fyrir 450.3 milljónir dollara og átti að heita eftir Leonardo Da Vinci sé ekki verk hans sjálfs heldur aðstoðrmanns í stúdíói hans sem hét Bernardino Mundi_framed-1460-720x933Luini .


Mannlegir Skúlptúrar : ROGER HIORNS

Hér má sjá mynd frá uppstillingu Argentíska listamannsins ROGER HIORN í Faena Art Center í Buenos Aires á dögunum . Stillir hann upp í látlausum stöðum mannslíkama í andhverfu við vélahluti og iðnaðartæki . Nokkuð tilkomumikið verk þetta sem er að ganga upp .Roger Hiorns


Polyami - slang samkynhneigðra í Bretlandi á sýningu í Listasafni Íslands

Að tilefni Hinsegin Daga í Reykjavík undir umsjá nýs starfskrafts , Ingi - hefur opnað í Listasafni Íslands sýning breska listamannsins JEZ DOLAN á svokallaðri LGBT+list . Verk hans á sýningunni er unnið að beiðni breska þingsins uppúr WOLFENDEN skýrslu frá 1957 sem var liður í að afnema að hegðun samkynhneigðra teldist glæpsamlegt athæfi .  Er í verkinu túlkað tungumál sem kemur fram í skýrslunni er var slang sem samkynhneigðir karlmenn í Bretlandi notuðu sín í milli og til að gefa vísbemdingar um sig þegar þeir hittust en fáir aðrir skildu . Má af þessu sjá að Jez Dolan á Listasafni ÍslandsÍsland er nokkuð á eftir um aðfarir að hinsegin fólki og réttmæti þeirra baráttu fyrir viðurkenningu . Áhugavert verk og vissulega sögulegt . Er þessi listamaður fyrsti gestur verkefnisins : NATUR - North Atlantic Tale ; sem er liður í samevprópsku projekti er kallast : Creative Europe og fjallar um úrvinnslu menningararfsins .


Dularfullt brotthvarf innsetningar á Liverpool Biennal

Á Liverpool tvíæringi sem stendur yfir frá júlí fram í október hafði tyrkneska listakonan búandi og starfandi í Hollandi BANU CENNETOGLU komið fyrir innsetningu á vegvegg við Great George Street . Þar voru nöfn 34 þúsund flóttamanna sem hafa látið lífið við Evrópsk landamæri síðan 1993 .,nokkuð sláandi listi . Svo vildi til að morguninn 2. ágúst uppgötvaðist að einhverjir óprúttnir aðilar höfðu fjarlægt listaverkið í heild sinni án þess að hafa til þess nokkur leyfi . Væntanlega þessi listi verið í óþökk einhverra þeirra sem vilja ekki að slíkt spyrjist . Lýsa núThe-List.-Photo-by-Mark-McNulty-2-720x480The-List.-Photo-by-Thierry-Bal-1-720x481 aðstandendur listahátíðarinnar eftir lýsingu á þeim sem þar hafa verið að verki .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 533111184 1185684650269459 4454398910634057714 n
  • 528064099 1430895505130867 2203745228477154074 n
  • Burberry-Back-to-the-City-2025-002
  • 531494690 778601374666495 8198974658117962199 n
  • 530262218 778601467999819 6598559568677695527 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 17
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 57825

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband