Færsluflokkur: Menning og listir
3.8.2018 | 07:41
The MONDRIAN collection eftir Yves Saint Laurent 1965
Á tímamótum sem minnst er De Stijl listamannsins MONDRIAN ( Piet Mondrian ) er gaman að minnast hátísku / haute couture sýningar Yves Saint Laurent hönnuðar árið 1965 sem kallaðist einfaldlega ´ The Mondrian collection ´. Þar voru hin stílfærðu málverk þessa listamanns uppfærð sem tekstilprent á minimaliskum kvennmanns kjólum og klæðnaði . Hér má sjá nokkrar myndir frá uppátækinu .
27.7.2018 | 07:21
Af súrrealistanum RENE MARGRITTE ; nokkur atriði úr lífi hans
Það er gott að rifja upp gamla meistara öðru hvoru og hér er einn þeirra : súrrealistinn RENE MARGRITTE aem stóð á hátindi ferils sins milli 1936 og 1940 . Gaman er að minnast nokkura staðreynda um þennann mæta listamann einsog þá að sjálfsmorð móður hans hafði mikil áhrif á hann , fyrsta sýning hans var rökkuð niður af gagnrýnendum en seinna urðu afstæðar sjálfsmyndir þekktustu verk hans . Það var sagt um Rene Margritte að hann hafi verið orðin of þekktur til að nokkur leið væri að stela verkum hans án þess að það uppgötvaðist . Þegar ég vari ungur maður hafði ég miklar mætur á listamanninum íslenska Hringur Jóhannesson fyrir einmitt afstæði hans í myndhverfingu og er ég ekki frá því að hann hafi sótt til þessa mikla meistara .
26.7.2018 | 08:18
Ljósmyndir sækja á í myndlistarvettvangi
Áberandi er að ljósmyndamiðillinn er í mikilli sókn á myndlistarvettvangi . Helst er að minnast sýningar Katrínar Elvarsdóttir í BERG contemporary en hún hefur einmitt verið einn skipuleggjandi sýningar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem alla jafna stendur fyrir veglegum og nýstárlegum sýningum m.a. í séstöku sýningarými sem kallast SKOTIÐ þar sem eru til sýnis samtímaljósmyndarar . Þá hafa tvær framsæknar athafnakonur stofnað sérstakt ljósmyndagallerí sem kallast RAMSKRAM og er að Njálsgötu 49 en þar eru reglulega sýningar og gjarna erlendir listamenn . Þar stendur nú yfir sýning Bjargeyjar Ólafsdóttir sem kallast Vasaspegill . Ólafur Gíslason listfræðingur hefur staðið fyrir kúrsum hjá Endurmenntunarstofnun Háskóli Íslands sem kallast ´ List og Ljósmyndir ´ og hafa reynst mörgum gagnlegir . Þá vinnur ljósmyndamiðillinn vel í Interneti en þannig vinnur m.a. listamaðurinn HELGI OGRI á erlendum vettvangi .
21.7.2018 | 19:09
VÆTTIRNIR Í MYRKRINU ; sýning Bjargeyjar Ólafsdóttur í RAMSKRAM
Vitundin vakir yfir , hið góða gætir þín í svefninum meðan þig dreymir . Vættirnir búa í myrkrinu . Í nóttinni fer fram hið erótíska spil sem er likt og tengist með ljósþræði , en greniitréið stendur stöðugt í voldugri ásýnd sinni líkt og einhver festa í annars umhverfu spili . Það er sýning Bjargey Ólafsdóttir í galleríi Ramskram að Njálsgötu 49 ; en Bjargey vakti straks eftirtekt fyrir einstaka listfengi sitt sem listnemi . Sýning sem vert er að líta augum .
Val dómnefndar í The LOOK ljósmyndasamkeppni PDN tímaritsins eru tekin að skýrast og er fyrst kynnt til sögunnar myndir sem þykja hafa til að bera einstaka beitingu lýsingar og ljósmyndatækni . Sýna myndirnar modelið Zuri Tibby þar sem ímynd líkama hennar nýtur sin og lýsingin nær fram áferð vefnaðar þess fatnaðar sem hún klæðist . Hér má sjá eina ljósmyndanna af fyrirsætunni .
16.7.2018 | 01:50
Höggmyndaverk eftir CHRISTO á stöðuvatni í Hyde Park
Komið hefur verið fyrir fljótandi höggmyndaverki eftir hin þekkta listamann CHRISTO á Serpentine Lake í Hyde Park . Verkið hefur enga sérstaka táknmynd en er ætlað að skapa andhverfu í umhverfinu . Samhlið stendur nú yfir sýning á ferilvinnu listamannsins við gerð verksins í SERPENTINE Gallerí London .
1.7.2018 | 06:33
Áhugavert project skilar góðri innsetningu í HARBINGER
HARBINGER gallerí við Freyjugötu hefur nú hleypt af stokkunum verkefni sem kallast ´Print in media , a space to be walked in ´og er tveimur curatorum boðið að skipuleggja sýningar í rýminu . Sá fyrri er John Holten og hefur hann boðið til Íranum ADAM FEARON sem kallar sýningu sína LIGNIN . Auk þessa að koma frá og hafa menntast í Dublin hefur hann sótt skóla í Frankfurt en býr og starfar í Berlín . Adam vinnur í ný efni svo sem silikon í flötum sem strengdir eru í laglegar álumgjarðir og segir skippuleggjandinn hann sýna okkur bakhliðina á veruleikanum sem er sem spor í sandi eða minningarbrot firndarinnar . Þá tekur hann gjarnan hversdaglega krotmiða líkt og innkaupalista og brýtur niður í pappírskvoðu sem hann mótar úr lítinn skulptúr . Af verður einstaklega visuel og áhugaverð innsetning í fallegum mildum pastel litum sem þess virði er að líta augum .
17.6.2018 | 03:16
ÞÓRDÍS ERLA ZÖEGA myndlistarmaður
Þórdís Erla Zoega myndlistarmaður útskrifaðist frá Gerrit Rietfeldt Akademíunni í Amsterdam árið 2012 . Hún vinnur symmetrísk mynstur beint á striga sem minna nokkuð á hefðbundinn vafnaðarhátt Indjána Norður Ameríku . Mynstrin verða einsog vottur um reglu . Hún hefur unnið útilstarverk bæði við aðkomu Gerðarsafn þar sem hún hefur málað líkt og ofið teppi á torg götunnar og eins á gafl við nýtt hótel við Smiðjustíg . Á sýningu í D sal Listasafns Reykjavíkur árið 2017 mátti sjá hana performera við spegil sem bæði speglaði fyrirmynd og eins mátti sjá í gegnum . Athygliverð ung listakona þar á ferð .
14.6.2018 | 04:33
Myndir frá CHASHAMA GALA Art Party
Þann 7. júní síðastliðinn var 22 hæðin að Times Square 4 undirlöggð af meiriháttar listahátið sem meðal annars SEE.ME internet ljósmyndagalleríið var þáttakandi í með 50 útvalda listamenn . Auk þess voru innsetningar og uppákomur alls 150 listamanna . Hér má sjá nokkrar myndir frá þessarri miklu listaveislu .
12.6.2018 | 05:14
AF NÚLISTUM ; Jef Geys - Conceptual Enigmas
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar