Færsluflokkur: Menning og listir
27.10.2018 | 08:21
Fyrirhuguð sýning á verkum JEFF KOONS í Bretlandi
Með vorinu 2019 er fyrirhuguð sýning á verkum JEFF KOONS í Bretlandi nánar tiltekið í Oxford Ashmolean Museum . Oxford bær er stundum kallaður ´ Hjarta akedemískra mennta ´ . Á sýningunni verður gott úrval verka hans alls 17 verk en 14 þeirra hafa aldrei áður verið til sýnis í Bretlandi . Jeff segir um fyrirhugaða sýningu : ´ Mér finnst staðurinn kjörinn til samræðu um hvað listin er í dag , og hvað listin gæti verið ´ . Listfræðingar segja verk listamannsins gjarna vísa í æskuminningar hans .
13.10.2018 | 07:12
JOHN ZURIER ( Over me the Mountain ) í BERG gallerí
Það er heillandi sýning bandaríska listamannsins JOHN ZURIER sem er fæddur 1956 er tekur við manni í BERG Contemporary gallerí að Klapparstíg . Á sýningunni eru málverk á striga sem listamaðurinn málaði á dvöl sinni á Íslandi síðastliðið sumar og kýs að kalla SOMTIMES ( Over Me the Mountain ) . Málverkin eru flest einlita flötur borinn á strigann eða minni uppbrot í reglu gullinsniðs . Hún er stórkostleg fegurðin sem eyjan okkar Ísland/Iceland býr yfir , það verður sýnilegt í málverkum þessa frábæra listamanns . Horft er inní djúpbláann himinn blámann , á fjöllin og það sem ég myndi lýsa sem litrófið sem þar birtist og ekki síður himinhverfingarnar sem lýsa yfir í öllum mikilfeng sínum . Þannig skynjaði ég litbrigði John Zurier líkt og hinn rauðbleiki við sólsetrinn yfir í hinn föl fjólubláa við bristnigar að morgni . Og þó vatnið sé dýrmætt þá er ekki minna vert að hér skuli vera þetta hreina loft sem við öndum að okkur .
13.10.2018 | 00:59
Upprifjun á Futuristum í GARAGE safninu í Moskvu
9.10.2018 | 03:36
MARTHA WILSON heldur sýningu í París : Ný mynd
Bandaríska listakonan MARTHA WILSON sem heimsótti Ísland einhverju sinni á Sequence listahátíðinni heldur nú sýningu í Michéle Didier galleríi í París . Sýningin kallast ´ Staging the Journals ´ og þar setur hún sig í mynd fyrri meistaraverka sem skoða persónuleikann þá aðallega kvenna í karllægu samfélagi einsog segir . Hér má sjá hana sjálfa í mynd Monu Lisu sem hún kýs að kalla : Mona/Marcel/Marge .
27.9.2018 | 04:10
HELGI OGRI þáttakandi í samkeppninni PHOTOPLUS 2018
Myndlistarmaðurinn og modelið HELGI OGRI er þáttakandi í samkeppni sem kallast Perspectives og tengist mikilli ljósmyndahátíð sem fram fer í New York um miðjann Október og kallast PHOTOPLUS EXPO 2018 . Verk Helgi Ögri er undir flokknum Portraits en einnig eru flokkarnir Street Photography og Architecture and Landscapes þar sem meðal annars er að finna myndir sem ljósmyndarar hafa tekið á ferðum sínum um Ísland . Ljósmyndasamkeppnin er nú kominn fyrir dómnefnd sem er skipuð af fimm manns , faglegum ljósmyndurum , listrænum stjórnanda Harpers Magasine og að lokum Katrin Eismann sem stýrir listrænni digital ljósmyndadeild School of Visual Arts í New York . Verk Helgi Ogri kallast : OGRI - Monumental .
23.9.2018 | 12:43
Sýningin ' BIG ART ' opnar í Charlottenborg Kaupmannahöfn
Japanski billionerinn YUSAKA MAEZAWA verður fyrsti farþeginn með geimflaug sem mun fljúga í kringum tunglið . Hann varð þekktur þegar hann kastaði út litlum 110.5 milljónum dollara á Sotheby uppboði í málverk eftir bandaríska listamanninn Jean-Michel Basquiat . Hann hefur tilkynnt að hann áætli að gera út geimför sem er fyrirhuguð árið 2023 meði hópi listamanna ; myndhöggvurum , listmálurum , arkitektum og kvikmyndagerðarmönnum . Segir hann förina vera gerða út til að ' hvetja til innblásturs dreymandann í okkur öllum ' .
15.9.2018 | 12:39
Listamaðurinn OLGA
OLGA BERGMANN ku vera dóttir hins ágæta blaðamanns Árni Bergmann og móðir hennar af rússneskum gyðingaættum en hún er látin . Olga vakti í upphafi ferils síns forvitni því hennar upplegg til myndlistar var gerólíkt því sem gerðist meðal nýútskrifaðra myndlistarmanna . Má segja að list hennar hafi skilið sig nokkuð frá öðrum því hún var einsog hálf vísindaleg ; sem hefði mátt ímynda sér afurðir einhverrar tilraunastofu þar sem mörk mannheims og dýraríkisin urðu óljós , er ekki mannveran spendýr - eða jafnvel rándýr , kannski að manneskjan sé þegar til kemur SKEPNA . Og ef ég man rétt þá var vitnað þar líka í skordýraríkið . Seinna tók hún að móta fagurlega höggmyndir / skúlptúra sem voru ávalir líkt og líkamshlutar . Má segja að hún sé ein fárra mótenda höggmyndalistar á Íslenskum listvettvangi . Rússneskur uppruninn var ekki langt undan í innsetningu og myndbandsverki hennar í HARBINGER þar sem hún einsog hnarreistur Bolshoj balletdansari fetaði af fimlegum fótaburði leiðina frá Austri til Vesturs . Þótti mér henni lukkast þar einstaklega vel upp . Eftir því sem ég fæ næst komist hefur hún einhverja aðkomu að virkri sýningarstarfsemi í útstillingaglugga við Hverfisgötu þar sem alla jafna er bryddað uppá endurnýjuðum uppstillingum listamanna og listar .
13.9.2018 | 06:35
HARALDUR JÓNSSON myndlistarmaður
Haraldur Jónsson hefur verið starfandi mynlistarmaður og ákaflega mikilvirkur í fleiri ár . Hann á ekki langt að sækja gáfuna því faðir hans ku vera arkitekt en sjálfur var hann í framhaldsnámi í myndlistum í Finnlandi . Við skoðun mína á sýningum fór ég snemma að veita Haraldi eftirtekt fyrir einstæða rýmiskennd sína og næmni ; en annað og meira aðalsmerki hans tel ég vera fálæti . Ég minnist skúlptúrsýningar undir stjórn Gunnars Kvaran að Kjarvalsstöðum þar sem hann líkt og hafði klætt afmarkað sýningarými sitt og hljóðeinangrað en annað var þar ekki . Þannig vann hann með aflokun hljóðsins og hins utanaðkomandi áreitis . Annað verk átti hann á útilistarsýningu Myndhöggvarafélags Reykjavíkur meðfram brimgarðinum við Sæbraut þar sem hann leiddi mikið rör frá bakkanum í sjóinn . Verð ég nú að segja að það fannst mer hálf endasleppt verk sem hafði þó ágæta afmörkun . Í Hafnarborg sýndi hann skemmtilegt og litríkt rýmisverk og fylgdu einfaldar teikningar sem reyndar voru ekki ýkja tilkomumiklar en þó vel unnið úr þeim og skýrar í framsetningu . Einsog vegur margra listamanna liggur þá gerst þeir söluvænir er á líður ferilinn og þannig voru verk hans í BERG gallerí . Áttu þau að heita þrívíddarteikningar . En framundan er mikil sýning á Listasafni Reykjavíkur sem hafst þann tuttugasta október og kallast ´ RÓF ´ .
4.9.2018 | 06:37
VIÐ OPNANIR MYNDLISTASÝNINGA
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 57812
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar