Færsluflokkur: Menning og listir

Myndir úr modelsafni HELGI OGRI [ model Ogri ]

Hér má sjá tvær myndir af HELGI ÖGRI teknar á ferli hans árið 2012 af ljósmyndaranum BONNI .Helgi hóf feril sinn í fyrirmyndum á Ítalíu en var seinna við nám á Höggmyndalistaskóla Akademíunnar í Kaupmannahöfn . Um tíma rak hann starfsemina OGRI promotion sem uppgötvaði og kom á framfæri karlfyrirsætum og skipulagði viðburði og sýningar með framkomu .Helgi OgriHelgi Ogri - ljósmyndari Bonni


Hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk eftir lifandi listamann í Bandaríkjunum

Á CHRISTIE´S uppboði þann 15. nóvember fékkst hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk eftir lifandi listamann til þessa fyrir mynd DAVID HOCKNEY ´ Portrait of an Artist ( Pool with two figures ) ´ en málverkið er málaði listamaðurinnportrait-of-an-artist-1460-720x510 árið 1972 . Voru það litlir 90,312,500 Dollarar sem fengust fyrir verkið á uppboðinu .


ÝMIR GRÖNVOLD myndlitarmaður og fyrirsæti í samsýningunni KOSMINEN í Helsinki

ÝMIR GRÖNVOLD vakti fyrst athygli mína sem kornungur maður á skrá yfir fyrirsæta hjá ELITE umboðsskrifstofunni á ÍslandiÝmir GrönvoldKOSMINEN fyrir hvað hann var einstaklega grannur sem slíkur . Ekki hefur sá starfsvettvangur alveg legið fyrir honum en nú hefur hann lokið myndlistarnámi við Listaháskólann og gerir garðinn frægann . Hann tekur nú þátt í samsýningunni KOSMINEN í Helsinki í Finnlandi sem leggur út frá teksta í lagi Bob Dylan MAMA : ´ kanski er það veðrið ´ og gerir vorið að tema sínu . Er það yfirlýst markmið hópsins sem kemur að sýningunn að gera heiminn betri .


HEIMIR BJÖRGÓLFSSON tekur þátt í samsýningu í Los Angeles

Myndlistarmaðurinn og músíkantinn ( Stillumsteypa ) HEIMIR BJÖRGÓLFSSON tekur þátt í samsýningunni ´ Here ´ í Los Angeles Muncipial Art Gallery sem nú stendur yfir . Hér má sjá myndir hans í sýningunni . Íslendingar eru farnir að heimsvæðast og forframast í listum . ; góður akkur það og tímabær .Frá Los Angeles Muncipial Art Gallery


Svartur köttur venur komur sínar og laumar sér í gegnum öryggishlið í Listasafni í Japan

Þegar ljósmyndarinn Mitsivaki Iwago hélt sýninguna KETTIR í Hiroshima Onomichi City Museum of Art gerðist nokkuð óvænt . Svartur köttur sem kallast orðið Ken-chan og kemur frá veitingahúsi í nágrenninu fór að venja komur sínar í listasafnið . Er kötturinn nokkuð séður og bíður þess að öryggishliðið opni og grípur þá tækifærið og laumar sér inn svo öryggisverðir eiga fullt í fangi með að hemja heimkomur kattarins . Margir hefðu haldið að aðkoma svarts kattar bæri ólukku með sér en það er öðru nær í þessu tilviki því kötturinn hefur vakið athygli og aukið aðsóknina í safnið .Frá listasafni í Japan


Myndlistarverk úr geislavirkum úrgangi

Hér má sjá konu virða fyrir sér svartann ferning er hefur verið samsettur úr geislavirkum úrgangi í GMyndlistarverk úr geislavirkum úrgangiarage safni Marina Abromavich í Moskvu . Verkið er kallað : Life saving of BRUCE LEE .


Birtast sem Grískir guðir í auglýsingaherferð

Fyrirsætarnir Sami El Haddad og Jan Trojan birtast sem grískir guðir og pan flautu leikarar í auglýsingaherferð UGG og Y / Project . Skemmst er að minnast forsíðumyndar Grapevine tímaritsins íslenska þar sem Björk Guðmundsdóttir var í mynd PAN guðsins . Var það verkefni sem ég Helgi Ögri sem menningarfulltrúi í Menningartengslum Íslands og Rússlands fékk P-PAN10 hópinn í Skt. Pétursborg til að vinna hér . Fengu þeir myndlistarnemann Bjarna í Listaháskóla Íslands til verksins sem er í anda þess sem þessi hópur er vanur að vinna með Photoshop tækni .


INGÓLFUR ÖRN ARNARSON myndlistarmaður opnar sýningu á jarðhæð Hafnarhúss

Næstkomandi laugardag þann 3. nóvember kl. 16.00 opnar í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi sýning Ingólfs Arnar Arnarsonar myndlistarmanns sem hann kýs að nefna eftir salarkynnunum JARÐHÆÐ . Eftir nám í MHÍ laggði Ingólfur stund á nám í Maastricht Hollandi . Debut hans nokkrum árum eftir heimkomu var í miðsal Kjarvalsstaða og þar varð ljóst að þar fór listamaður sem hafði til að bera einstaka næmni . Líkt og búast má við í sýningu hans núna voru þar vegg relief sem vöktu mesta athygli mína fyrir að lýsa litrófi listamannsins sjálfs . Seinna tók hann að vinna af mikilli natni fíngerðar teikningar sem voru líkt og ofinn vefur og endurtók hann í sífellu myndina og fyllti með í tómarúmi sýningarsala . Var honum meðal annars boðið af bandaríska listamanninum Donald Judd til að hafa uppi myndir í sýningarými á hans vegum er kallast Chinati Foundation . Að þessu sinni kveðst hann leggja útfrá aðstæðum sem rými á jarðhæð Hafnarhúss hefur uppá að bjóða ; miklar steinsteyptar súlur og stórir gluggar og vonast með því til að vekja upplifun og Ingólfur Örn ArnarsonChinati Foundationskynhrif skoðandans .


CYCLE hátíð í Gerðarsafni : Nýir miðlar í myndlist

Á fimmtudaginn opnaði í Gerðarsafni svokölluð CYCLE myndlistar - og tónlistarhátíð . Straks við síðustu og fyrstu samankomuna þessa markaði hún sig sem vettvangur nýrra miðla á sviði myndlistar . Einkum var það efniviðurinn til listarinnar um síðustu hátíð en nú má segja að það sé miðillinn sem slíkur . Er í ríkum mæli beitt Audio tækni þar sem myndskeið renna fyrir á tjaldi og er útkoman margvísleg en allstaðar mjög áhugaverð og þess virði að líta augum og gera sér heimsókn í safnið til skoðunar og ígrundunar . Er að þessu sinni laggt útfrá tema sem lýsir sér í umkomuleysi hins smáa : Ísland - Þjóð meðal þjóða . Þá voru performansar við opnunina nokkuð af tónlistarlegum toga en einn gjörningur svór sig nokkuð í anda tísku ; mér kom til hugar GUCCI , þar sem karlmaður í kvennmannsklæðum kyrjaði djúpum rómi við harmonikuspil . Gerðu þessir gjörningar allir skemmtilega upplifun á þessarri opnun og samkomu . Sýning hátíðarinnar mun fara víða erlendis m.a. til Buones Aires .CYCLE hátíð í Gerðarsafni


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 528064099 1430895505130867 2203745228477154074 n
  • Burberry-Back-to-the-City-2025-002
  • 531494690 778601374666495 8198974658117962199 n
  • 530262218 778601467999819 6598559568677695527 n
  • 530222609 1218259087012014 1543505145579581019 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 57811

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband