Færsluflokkur: Menning og listir
19.1.2019 | 18:55
MORE IS MORE - LESS IS BORE
22.12.2018 | 06:51
HELGI OGRI getur valið úr sýningarými í New York
Myndlistarmaðurinn HELGI OGRI [ Helgi Ásmundsson ] hefur öðlast viðurkenningu á listvettvangi í Bandaríkjunum með þáttöku í SEE.ME vefgalleríinu og er nú boðið að velja úr sýningarýmum í New York . Hinsvegar hefur vettvangur hans verið internetið þar sem hann hefur miðlað sínum ljósmyndaverkum/myndverkum með þáttöku í listahátíðum og hyggur hann ekki á frekari landvinninga á sviði lista .
15.12.2018 | 03:37
Listamaður gerir innsetningu um hið geislavirka svæði við CHERNOBYL
Rúm 30 ár eru liðin síðan hið hörmulega atvik átti sér stað við kjarnorkuverið í Chernobyl í Ukraínu sem var svo voðalegt að það var varað meira að segja við því að geislavirkni kynni að ganga yfir Ísland og Reykjavík . Nú hefur listamaðurinn VALERY KORSHUNOV sem er staðsettur í Kiev sett upp innsetningu í galleríi í borginni Pripyat í síðasta mánuði sem snýst um þetta yfirgefna svæði sökum geislavirkni í dag . Er verkið bæði að finna í sýningarýminu með uppákomum og eins sent út í Interneti . Þykir hann ríða af vaðið um nokkuð viðkvæmt mál sem venjulega er ekki fjallað mikið um .
14.12.2018 | 02:59
Frá ART BASEL GRAND OPENING See.Me gallerísins
Vefgalleríð SEE.ME hélt Grand Opening opnunarhátíð í Miami Dome á opnunardegi ART BASEL listahátíðarinnar 2018 ( Art Fair ) þar sem sýnd voru verk listamanna gallerísins er varpað var í hvolf rýmisins . Hér má sjá myndir frá viðburðinum þann 6. desember síðastliðinn en listamessunni lauk á sunnudag á Miami .
12.12.2018 | 10:02
Snjókorn séð með MACRO ljósmyndun
11.12.2018 | 01:20
Einn hápunkta ART BASEL Miami 2018
3.12.2018 | 10:49
ART BASEL Miami 2018 að fara af stað
ART BASEL listahátíðin/stefnan 2018 á MIAMI er að fara af stað og stendur frá 6. til 9. desember fyrir utan VIP gesti sem hafa aðgang til kaupa myndlistarverka deginum áður . SEE.ME vefgalleríið mun halda Grand Opening í the MIAMI DOME í hjarta töfraborgarinnar þann sjötta desember og leggja undir sig rýmið með sýningu á listamönnum sínum ( Feautered Artists ) þessa dagana auk þess að bjóða uppá ýmiskonar uppákomur og gjörninga . Sérstök uppfærsla er í sýningu tísku og hönnunar á hátíðinni að þessu sinni . [ Mynd sínir dáleiðsluverk JEN STARCK á flugvellinum á Miami - MIA : Miami International Airport ]
2.12.2018 | 12:31
Ljósmyndari af Snjall-símakynslóðinni í RAMSKRAM galleríi
Ár hvert tekur RAMSKRAM galleríið á Grettisgötu að sér að setja upp sýningar útskriftanemenda Ljósmyndaskólans ( upphaflega ljósmyndaskóli Sissu )og kallar UPPRENNANDI . Að þessu sinni opnaði nokkuð nýstárleg sýning þann 1. desember sem stendur út sunnudaginn en það er Hjördís Jónsdóttir sem sýnir listrænar myndir sem allar eru teknar á Snjallsíma . Segir í umsögn sýningarinnar að símar séu orðin fullkominn tækni sem skili góðum ljósmyndum og í stað þess að berjast á móti breytingum tekur galleríið framþróuninni opnum örmum . Myndirnar virtust þó nokkuð á sveimi ; voru ekki alveg í kyrrstöðu og hreyfingin gerði það af sér að ljósmyndirnar voru ekki allar skarpar . Eitthvað af myndunum voru selfies af listakonunni , nokkuð skemmtilgar þar sem hún feyktist líkt og Fóa feykirófa . Þá voru kyrralífsmyndir sem komið var fyrir í loftinu og áhorfandinn skoðaði með þartilgerðum speglagleraugum og voru þær hinar fallegustu . Áhugaverð frumraun hjá Ljósmyndaskólanum . - [ Mynd sem fylgir er af gömlu tækninni eftir Martine Franck fréttaljósmyndara á sjötta áratugnum ]
29.11.2018 | 11:41
ART TAKES MIAMI á vegum SEE.ME vefgallerísins í SCOPE sýningarrými 4. til 9. desember
Verkefni SEE.ME vefgallerísins ART TAKES MIAMI fer fram í sérhönnuðu SCOPE sýningarými þar sem komið hefur verið fyrir flatskjám sem sýningin fer fram á á Miami Beach dagana 4. til 9. desember . Valdir hafa verið yfir 100 listamenn gallerísins til sýningarinnar . Hér má sjá verk nokkurra listamannanna en valinn hefur verið Grand Prize vinningshafi og er það Bogdan Luca frá Rúmeníu .
26.11.2018 | 02:38
Myndlistarmaðurinn og performerinn BERGUR THOMAS [ mynd ]
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar