Færsluflokkur: Menning og listir
16.3.2019 | 12:48
Listamaðurinn verður hluti af Listaverkinu
Hér má sjá mynd frá GARAGE listasafninu í Moskvu þar sem listamaðurinn er orðinn hluti af listaverkinu . Leggur hann útfrá sem kalla mætti frummynd naumhyggjunnar ´ Svartur ferningur ´ eftir MALEVICH en sú mynd hefur verið til sýnis á Listasafni Íslands ; þetta er ein þekktasta mynd seinni tíma listasögu heimsins .
14.3.2019 | 09:20
Listasöfn og barna - verkstæði
Starfsemi listaskóla og þar sem við taka listasöfn er mikið að breytast . Námið er að miklum hluta fræðilegt og listasöfnin virðast hafa fengið nýtt hlutverk ; mætti halda að þau væru orðin uppeldistofnanir . Með síauknu hlutskifti kvenna í stöðum og vettvangi listastarfsemi hefur það gerst að söfnin sem áður var gengið um að virðingu hafa fengið eitthvurt uppeldishlutverk og eru þau nú orðinn vettvangur einhverra leikjasmiðja barna og myndsköpunarverkstæða en móðureðlið stendur alltaf hjarta konunnar næst. List er þekkt fyrir að bera skynvit jafnvel sé hún ögrandi og vera unninn af innsæi ; í löndum og með þjóðum sem teljast til menningarheimsins njóta listamenn þeirrar virðingar sem þeir hafa áunnið sér og gengið er um hýsi listarinnar af sömu virðingu . Listasöfn ættu ekki að vera vettvangur uppeldisstarfs , það hæfir ekki þeirra starfsemi og umgengnisreglum , slíkri starfsemi er best fyrir komið í þartilgerðu skólahúsnæði að mínu viti .
7.3.2019 | 07:36
HÖGGMYND - Helgi Ögri
3.3.2019 | 17:51
Karlfyrirsætar [ portrait ] - HELGI ÖGRI
17.2.2019 | 10:27
Klassískur meistari og núlistamaður leiddir saman í sýningu í LONDON
Við fyrstu sýn virðast þeir ekki eiga margt sameiginlegt hinn klassíski meistari MICHELANGELO og samtíma video listamaðurinn BILL VIOLA . En sameiginlegur áhugi þeirra og ákafi fyrir holdgervingum mannlegra krafta , reisnar og getu vakti eftirtekt sérfræðinga við Konunglegu Listaakademíuna í London og leiða þeir nú þassa listamenn þar saman í sýningu . Kallst sýningin : Líf , Dauði , Endurfæðing ( Life, Death , Rebirth ) .
14.2.2019 | 07:16
Ljósmyndaverk sem væri klassískt málverk
Hér má sjá ljósmyndaverk eftir listakonuna MARTA MORETTO sem kallast : Eternity - Maternity ; en hún er einn listamanna SEE.ME gallerísins . Verkið er líkt og sígilt málverk í ljósmynd en hún hefur unnið seríu með myndum ólettra kvenna og með nýbura í klassísku umhverfi . Sjá má seríuna í heild sinni á heimasíðu listakonunnar .
9.2.2019 | 07:04
Sýningin BEIRÚT - - á Listasafni Íslands
Það er mikill fengur að sem nokkrar konur hafa færst í fang að setja upp sem farandsýningu með Líbönskum listamönnum frá Beirút um Norðurlönd sem endar nú hér á Íslandi . Þar færa þær okkur menningu og listir framandi heima ; að þessu sinni Mið-Austurlanda og víkkar það heimssýnina að líta slíka list augum og veitir okkur innsýn í menningarheiminn . Áberandi er hvað framsetning sýningarinnar er skýr og tæknin nýtt sér af fremsta megni einsog almennt er að gerast í myndlistarheimi svosem að myndverk séu sett fram á flatskjám . Þó er ekki sagt skilið við hefðirnar og mátti sjá fallegar myndir blóma í akvarell ; en múhameðstrúarmenn hafa sérstaka sýn um tákngervingu flórunnar gjarnan með skírskotun í hið femíníska eðli . Það sem vakti mesta athygli á sýningu held ég sé óhætt að segja að sé myndbandsverk þar sem sjá má friðsæla ásýnd þeirra sem eru sofnaðir þ.e.a.s látinna en slík myndgerving hefur í gegnum aldir tengst trúariðkan bæði í Afríku og eins meðal Indjána . Voru hinir látnu líkt og smurðar múmíur horfnar til annarra heima . Þá var lifandi uppákoma trompetleikara við opnunina sem fór um sali og blés sinn lúður .
6.2.2019 | 11:29
Af hverju kjósa listamenn að vinna ÚTILISTAVERK
26.1.2019 | 07:39
Höggmyndaverk í yfirstærðum
TATA DONOVAN notar efni úr iðnaðarframleiðslu í verk sín sem hún sýnir nú MCA Denver . Þau verða seint álitinn af naumhyggju en eru svo mikil um sig að þau fylla með öllu sýningarrýmið . Áhugaverð verk sem minna á og vísa í ólíkar umhverfanir og myndanir í náttúrunni og gætu mörg hver átt við Ísland .
20.1.2019 | 17:56
ÚLFAR Í SAUÐSGÆRU
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar