Færsluflokkur: Menning og listir

Verk HELGI OGRI til sýnis á listahátíð í New York

Dagana 27. - til 31. mars síðasliðin fór fram listahátíðin AFFORDABLE ART FAIR í Metropolitian Pavilion í New York og var þar meðal annars verk íslenska myndlistarmannsins HELGI OGRI [ Helgi Asmundsson ] til sýnis og sölu . SEE.ME galleríið var þáttakandi í þessarri listahátið og hélt undir lokin sammenkomst á Jane Hotel þar sem verkið var sýnt fyrir hundruðum safnara og kaupenda og skoðara .Verk Helgi Ogri á Affordable Art Fair


Listsýning í Montpellier

Hér má sjá myndverk og skúlptúra nokkurra listamanna La Panacéeá listsýningunni @montpelliercontemporain í listrýminu La Panacée í borginni Montpellier Frakklandi . Gagnrýnendur segja sýninguna vera samræðu á milli listar og stjörnufræði .


Vinningshafinn í Femínísku projekti SEE.ME gallerísins

SEE.ME internetgalleríið sem jafnframt tekur þátt í sýningum og listahátíðum hefur staðið fyrir verkefni sem sérstaklega er ætlað að segja sögu kvenna og kallast HER STORY . Hafa þau valið vinningshafa er verkefninu er lokið sem er PATTY CARROLL og má hér sjá tvær mynda hennar . Annann afrakstur má skoða á vefsíðu gallerísins .Patty+Carroll+-+Patty_Carroll_MadMauve_2018Patty+Carroll+-+Patty_Carroll_CookingTheGoose_2017


Listaakademían í Kaupmannahöfn útskrifar Listamenn

Fram til 19. mai stendur yfir í sýningarsal Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn KUNSTHAL CHARLOTTENBORG útskriftarsýning listnema við skólann . Þar sótti ég nám við höggmyndalistaskóla Akademíunnar á sínum tíma og var með vinnustofu . Það var skemmtilegt er ég komst að því að prófessor minn Hein Heinsen einn þekktasti samtíma myndhöggvari Dana var að sama skapi guðfræðingur . Hér má sjá eitt verkanna á sýningunni efir höggmyndalistar nema . Verkið vísar virðist mér í trúfræði og söguna um Jesú Krist ; hver hann hafi raunverulega verið og hvaðan hann hafi komið . Er verkið líkt og musteri , maður gæti ímyndað sér mikil borgarvirki í Gyðingalandi sem ekki var svo fjarri stórkostlegum menningarvirkjum Egyptalands Útskriftarsýning Listaakademíu í Kaupmannahöfn; byggingu og sali þar sem Kristur tekinn höndum sem uppreisnarmaður er leiddur fyrir dómara .


Ættartala Ólafs Elíassonar

Ólafur Elíasson kúnstner er fæddur árið 1967 sonur Elías Hjörleifsson og Ingibjörg Ólafsdóttir . Höfðu foreldrar hans tekið sig upp frá Íslandi ári áður og fluttst til Kaupmannahafnar þar sem faðirinn gerðist matreiðslumaður en móðirin skipsþerna . Þegar Ólafur var 8 ára skildu foreldrar hans ; faðirinn flutti til Íslands þar sem hann var starfandi myndlistarmaður á þeim tíma en hann bjó með móður sinni Ingibjörgu og stjúpföður . Svo hið stórkostlega er að þessi mikli og heimsfrægi listamaður er alíslenskur í húð og hár þegar til kemur .Marshall-olafureliasson


Karlfyrirsæti í Portrait

Umboðsskrifstofan WILHELMINA New York fékk ljósmyndarann Mark Grqurch til að ljósmynda Emporio Armani fyrirsætann JULIAN WEIGL í portraitiJulian-Weigl-2019Julian-Weigl-2019. Hér má sjá eitthvað af afrakstrinum . Fyrirsætinn klæðist fatnaði frá Perry Ellis .


KONUR HEILLA ~ Helgi Ögri

ÞÆR HEILLA ~ KONURNARCollageCollage


JEFF KOONS tilkynnir að hann sé hættur

Hinn 64 ára gamli svokallaði POP listamaður JEFF KOONS hefur gefið út tilkynningu að hann sé hættur sem starfandi listamaður . Verða vinnustofur hans aðeins reknar til loka ársins 2019 og vinnandi starfskröftum hefur verið sagt upp . Sagt er að listamaðurinn eigi í nokkrum kröggum fjárhagslega en hann hefur þurft að reiða fram fé vegna lögsókna sem hafa verið höfðaðar á hendur honum meðal annars af Jeff KoonsGaguin safninu fyrir vanskil á verkum . Segist hann ætla að snúa sér að trúarlegum málefnum af þeirri sömu köllun og hafi upphaflega gert hann skapandi .


STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ opnar sýningu

Í dag laugardag 30. mars opnar hinn þekkti myndlistarmaður Steingrímur Eyfjörð sýningu í Hverfisgallerí . Straks á námsárum hans í Myndlistar- og handíðaskóli Íslands þótti séð að þar væri á ferðinni listamaður sem mundi ná langt . Fullnumaðist hann seinna í Hollandi og hefur sýnt erlendis bæði í Bandaríkjunum og eins í Berlín . Einkenni Steingríms má segja að sé stundum íronían . Fyrir mig sem hafði fornám í deild við listaskólann í Kaupmannahöfn er kallaðist Visuel Kommunikation þar sem löggð var áhersla á myndmál verð ég að segja að mér fannst há listamanninum lengi framanaf að myndmálið væri smá skrift og ekki svo aðgengileg og auðlesanleg . En það hefur breyst hjá Steingrími og nú orðið er framsetning hans skýr og vel lesanleg . Nokkuð skemmtilegar skúlptúr formanir hafa komið fráSteingrímur Eyfjörð honum þar sem hann mótar minni úr íslenskri sagnahefð þar sem hann myndgerir gjarnan hið afskræmda í fígúru á nokkuð sposkann hátt . Var ég svo lánsamur að vinna samtíma honum hjá Ríkissjónvarpinu þar sem ég var sviðshönnuður en hann sá um myndskreytingar við fréttir og var þar skeleggur maður á ferð mátti sjá .Hefur hann verið virkur á sýningarvettvangi að undanförnu og eitthvað svarið sig rétt aðeins við myndmál Pop listar . Kallast sýningin : ´ Megi þá Helvítis byltingin lifa ´ svo stutt er í háðið og opnar kl. 16.00 .


Hægri sinnaður menningarmálaráðherra Póllands sakaður um að reyna að hafa áhrif á listasöfn

Menningarmálaráherra Póllands Piotr Ginski sem er úr hægri flokknum Lög og Réttlæti ( PiS ) er situr við völd í landinu er sakaður um að reyna hafa áhrif á þarlend listasöfn og keyra þau undir hugmyndafræði flokksins . Er sagt að hann víkji ráðandi forstöðumönnum úr starfi og vilji í staðinn ráða í stöðurnar einhverja sér hliðholla . Þa hefur hann dregið úr framlögum til safnannaECS í Gdansk . Stærsta listasafnið í Póllandi er European Solidarity Center ECS sem var stofnsett undir stjórn Lech Welesa og er staðsett í Gdansk .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 528064099 1430895505130867 2203745228477154074 n
  • Burberry-Back-to-the-City-2025-002
  • 531494690 778601374666495 8198974658117962199 n
  • 530262218 778601467999819 6598559568677695527 n
  • 530222609 1218259087012014 1543505145579581019 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 57806

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband