Færsluflokkur: Menning og listir
7.9.2019 | 18:30
Falleg sýning ELÍN HANSDÓTTIR í Ásmundarsal
Ásmundarsalur hefur endurnýjast sem listrými í menningarflóru Reykjavíkur og er þar samtímis boðið uppá aðkomu af vistlegri kaffistofu . Myndlistarkonan ELÍN HANSDÓTTIR sem eftir því sem ég hef náð að fylgja henni er skúlptúr listamaður sem vinnur rýmisverk hefur nú opnað sýningu í sal og gryfju hússins . Sýninguna kallar hún Annarsstaðar og verður af því ákveðið Afstæði því á sýningunni eru myndir af modeli af sal staðarins og model af gryfju . En staðhættir verða að hennar túlkun líkt og aflokað rými sem mér kemur í hug Sálin mannsins sem hvílir einsog sálarfylgsni innilokuð og enginn veit hvar þar leynist eða er að finna . þÓ er einsog einhver tómleiki yfir salarkynnum í mynd hennar ; kanski að það sé tíminn - söknuður Verk hannar í gryfju minnti mig nokkuuð á verk Hörpu Björnsdóttir í Gallerí Sævars Karls á sínum tíma sem hún kallaði HÍTIN ; gólfflötur models af staðarháttum og rými Gryfjunnar rennur niður er að því virðist botnlausa hít . Góð rýmisverk og falleg sýning hjá listakonunni með látlausu yfirbragði .
25.8.2019 | 06:07
Listakonan REBECCA HORN á ArtBasel
Þýska listakonan Rebecca Horn er fædd 1944 ; menntaðist við listaskólann í Hamborg en fluttist til New York 1970 og tók að vinna við list sína þar . Hún tók að vinna með hina líkamlegu stærðargráðu sem hún útvíkkaði og framlengdð með hjálp aðkomins efniviðar líkt og vængir og polýester strengir . Hún verður nú heiðurslistamaður Art Basel hátíðarinnar . Hér má sjá myndir af verkum hennar og vinnu með framlengingu mannslíkamans .
17.8.2019 | 08:08
Sýning danska listamannahópsins A-KASSEN í Kling & Bang
Kling & Bang sýningarýmið í Marshallhúsinu Granda hefur fengið hingað hóp fjögurra mætra danskra listamanna sem kalla sig A-KASSEN og nú sýna í rýminu . Nafnið A Kassen er tilvísun í daglaunasjóð danskra listamanna sem rekinn er sameiginlega af bönkum og sparisjóðum þar í landi til að styðja við þarlenda myndlistarmenn og performera . Sýningin ber yfirskriftina ´ Móðir og barn ´ sem leggst út sem tema sem unnið er útfrá . Dönsku listamennirnir leitast ekki við að draga upp madonnu mynd heldur fjalla um samband móður og barns og sýna líkt og sálfræðilega hlið uppvaxtar . Þar má í sýningunni sjá brot stofudjásns líkt og minningu ; og spor sem er mörkuð í grafinni víkkun gólfflatarins og minna á umkomuleysi barnsins . Þá hafa verið leiddar út leiðslur að gosbrunnamyndum svo vísað sé i uppsprettuna ; persónuleika barnsins sem mótast í sambandinu við móðurina . Framsetning er einföld og fagurfræðilega unninn , þá eru áberandi góð tök á tæknilegri úrvinnslu . Sýning sem vert er að mæla með til nánari skoðunar .
14.6.2019 | 03:21
Myndlistarmaður vinnur auglýsingaherferð fyrir Tískurisann FENDI
Tískumerkið FENDI hefur sent frá sér auglýsingaherferð fyrir Haustið 2019 sem unninn er af myndlistarmanninum NICO VASCELLARI . Hann var með innsetninguna Revenge á Feneyjabiennalnum 2007 og það vill svo til að hann er tengdasonur stjórnanda tískurisans Silviu Venturini . Myndirnar eiga að sýna tvo heima persónu : hið raunverulega líf þeirra á móti ímyndunarheiminum . Eru myndir auglýsingaherferðarinnar skornar þannig að efri hluti fyrirsætanna er líkt og dansandi meðan neðri hlutinn stendur fastur í fæturna .
13.6.2019 | 11:58
BERGUR THOMAS flytur ´ performance ´
Listamaðurinn BERGUR THOMAS ANDERSON opnaði sýningu síðastliðinn föstudag í galleríinu HARBINGER við Óðinsgötu og flutti við það tækifæri eins manns ´ performance ´. Virðist mér af report að gjörningurinn hafi verið nokkuð hugleiðslublandinn og hann kyrjað eðu flutt söng íklæddur áprentuðum tekstíl með baktjaldi í sömmu áprentun . Margt var um manninn við uppákomu hans . Hér má sjá hann í fríðum hópi föngulegra kvenna .
3.6.2019 | 08:39
HELGI OGRI með japanskri listakonu
25.5.2019 | 05:52
NEON litaðar Vörður í landslaginu í Nevada
Í eyðimörkinni í NEVADA rétt utan við Las Vegas hefur verið komið fyrir 10 metra háum steina hleðslum í Neon litum sem verða nokkurs konar myndverk eða vörður í hrjóstrugu landslaginu . Listamaðurinn er hinn svissneski UGO RONDINONE sem býr og starfar í New York en verkið varð til við undirbúning Bienalls í Liverpool .
22.5.2019 | 06:16
Höggmyndalist á GARAGE safninu : TEODOR MIRCEA
19.5.2019 | 06:31
HÖGGMYNDAVERK HELGI ÖGRI Í ANDA NAUMHYGGJU
Í HÖFUÐSTÖÐVUM MAREL Í GARÐABÆ HEFUR STAÐIÐ HÖGGMYNDAVERK EFTIR HELGI ÖGRI SEM ER JAFN ÞRÍSTRENDINGUR . ER VERKIÐ ÞVÍ Í ANDA NAUMHYGGJU . VERKIÐ ER ÚR ÍSLENSKUM BLÁSTEINI . Helgi Ögri NAM VIÐ HÖGGMYNDALISTASKÓLANN Í KAUPMANNAHÖFN . Á LÖNGUM LISTAMANNSFERLI SÍNUM MÁ SEGJA AÐ HANN HAFI UNNIÐ SIG FRÁ HINNI FORMRÆNU HÖGGMYND OG TEIKNININGU Í HIÐ FÍGÚRATÍVA MODEL .
17.5.2019 | 03:04
Kanína JEFF KOONS selst hæsta verði fyrir samtíma listamann
Stálkanínan hið þekkta verk listamannsins JEFF KOONS hefur verið slegin hæsta verði sem fengist hefur fyrir myndverk eftir lifandi listamann og slær þarmeð fyrra met David Hockney . Var verkið selt hjá uppboðshaldaranum Christies fyrir 71 milljón sterlingspunda . Stál kanínan er afsteypa af uppblásnu leikfangi og lýsir listamaðurinn því að er hann rakst á þetta leikfang ungur að aldri rótandi í dótaskáp hafi það verið líkt og kynferðisleg reynsla .
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 100
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar