Færsluflokkur: Menning og listir
25.3.2020 | 00:07
SCULPTURE - OGRI
15.3.2020 | 09:39
Sýning ERLING KLINGENBERG í Marshallhúsi
Nú hefur opnað nokkurskonar yfirlitssýning ERLING KLINGENBERG í öllum sýningarsölum Marshallhússins á Granda . Megininntak sýninganna er hvar listamaðurinn gerir útá sjálfið og hefur sig í forgrunni myndlistarverksins líkt og gerist með performing artists . En verkin eru vel unninn svosem andlitsmynd sem er myndgerð á ólíkan hátt í vönduðum myndvinnslum sem hafa ólíkar tilvísanir . Þá ku Erling vera biker / mótorhjólamaður og má segja að sterkustu myndlistarverk hans eru framin með gjörningi þar sem hann leggur myndflöt og lit en ekur síðan hjóli sínu yfir svo litur atast í hjólförum á fletinum . Af verða sterk myndverk lifandi í lit sem marka sig sem verðugar myndgervingar núlistar .
16.2.2020 | 04:13
Valentínusardagur á MOMA
26.1.2020 | 09:06
FEMME FATALE [ ÖGRI ]
14.12.2019 | 20:53
Bjarni Sigurbjörnsson sýnir að Laugavegur 74
Opnað hefur nýtt og snoturt sýningarrými í gönguleið Laugavegarins að númer 74 . Ríður á vaðið myndlistarmaðurinn Bjarni Sigurbjörnsson sem menntaðist til lista á vesturströnd Bandaríkjanna og hefur getið sér gott orð fyrir nútímavædda myndlist . Í upphafi málaði hann litaflæði á plexigler en nú er það líkt og fusion óraðins litafárs á striga á þessarri sýningu . Má segja að myndir hans eða málverk séu tákngervingar bandarískrar núlistar og eru litir málverka hans ekki skjallandi en í klassiskri litapalléttu dökkra lita í góðu samræmi . Með honum er yngri myndlistarmaður að nafni Hermundur er ber fram nokkra andstæðu sígildrar málaralistar Bjarna með tæknivæddum sjónrænum upplifunum . Skjótist endilega inná þá listamenn er þið leggið leið ykkar um Laugaveginn .
Menning og listir | Breytt 15.12.2019 kl. 05:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2019 | 21:47
Athygliverð sýning SIGRÚN ÚLFARSDÓTTIR í Hannesarholti
Í menningarsetrinu Hannesarholt við Grundarstíg er notalegt veitingahús sem sérhæfir sig í lífrænum grænmetisréttum . Þar eru jafnframt uppi sýningar myndlistar og nú sýnir þar Sigrún Úlfarsdóttit athygliverðar myndir þar sem hún beitir tölvutækninni fyrir sig til að myndhverfa índverska guði Hindúatrúarinnar sem landvætti yfir íslendskum landháttum líkt og huldufólk . Tölvutæknin er í auknum máli farinn að finna sér farveg inná svið listarinnar í dag en Sigrún hefur jafnframt stundað indverska hugleiðslu og trúarfræði . Hún hefur verið orðuð við nám í sviðshönnun og leikmyndagerð í Moskvu en einnig hefur hún numið búningagerð í París . Í dag hannar hún skartgripi og notar jafnframt myndir kristalla í landinu til að tengja vettvang sinn við myndgervinguna . Þessi sýning er heimsóknarinnar virði . [ Mynd ÖGRI sýnir hvítaguðinn Vishnu sem er og vættur hafsins ]
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2019 | 13:11
PÁLL HAUKUR í Berg Contemporary gallerí
Nýstjarna í myndlistarheimi hinn ungi myndlistarmaður Páll Haukur sýnir nú málverk fyrst og fremst með innsetningu í BERG Contemporary gallerí við Klapparstíg en hann þykir með efnilegri yngri listamönnum í dag . Það fyrsta sem slær mann við ásýnd málverka hans eru hvursu litir eru allir einfaldir og bjartir svo af ásýnd verkanna verður lýsandi yfirbragð . Manni dettur fyrst í hug að þarna sé ótti við hið djúpa og dimma sem megi ekki vera sýnilegt svo ekki verði dæmdur af . Þá var mér hugsað til viðtals sem ég átti við geðlækni sem talaði um það þar sem dauðinn væri nálægur skyldi reyna að fyrirbyggja mikið þunglyndi . Þannig virkuðu málverk Páls Hauks á mig sem þarna væri á ferðinni geðræn meðferð til að fyrirbyggja þunglyndi . Í slíku er kanski ekki mikil sál þegar til kemur en því er ekki að neita að myndirnar ollu vellíðan og lýsti af þeim viss fögnuður . Skúlptúra voru að sama skapi einfaldir en höðu ágæta abstrakt formun .
27.10.2019 | 15:47
Rússneskir við listviðburð
10.10.2019 | 05:40
Teikningum LEONARDO DA VINCI ekki óhætt á sýningu í LOUVRE
LOUVRE safnið í París skipuleggur nú hátíðarsýningu á verkum ítalska meistarans Leonardo da Vinci að tilefni þess að 500 ár eru frá dauðadægri hans . Til stóð að hinar þekktu teikningar hans VITRUVIAN MAN yrðu á sýningunni en vegna mótmæla non-profit hópsins Italia Nostra var hætt við það . Töldu þeir myndirnar það verðmætar að þær gætu skaðast við flutninga og myndu ekki þola hálýsingu safnsins .
Menning og listir | Breytt 16.10.2019 kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2019 | 03:41
RICHARD SERRA með sýningu í GAGOSIAN N.Y.
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 17
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 113
- Frá upphafi: 57798
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar