DIOR Homme Haust 2019 : Ný Auglýsingaherferð

Auglýsingaherferð DIOR herranna fyrir HaDIOR-HOMMEustið 2019 hefur verið birt . Herferðin sækir innblástur í áttunda áratuginn ; ljósmyndari er Steven Meisel en um listræna stjórnun sér listamaðurinn Hajime Soroayama . Hér má sjá mynd úr herferð DIOR Homme Fall 2019 .


Að tolla í Tískunni

ÞÚ TOLLIR EKKI Í TÍSKUNNI ; Á NÍSKUNNIÍ tískunni


STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ opnar sýningu

Í dag laugardag 30. mars opnar hinn þekkti myndlistarmaður Steingrímur Eyfjörð sýningu í Hverfisgallerí . Straks á námsárum hans í Myndlistar- og handíðaskóli Íslands þótti séð að þar væri á ferðinni listamaður sem mundi ná langt . Fullnumaðist hann seinna í Hollandi og hefur sýnt erlendis bæði í Bandaríkjunum og eins í Berlín . Einkenni Steingríms má segja að sé stundum íronían . Fyrir mig sem hafði fornám í deild við listaskólann í Kaupmannahöfn er kallaðist Visuel Kommunikation þar sem löggð var áhersla á myndmál verð ég að segja að mér fannst há listamanninum lengi framanaf að myndmálið væri smá skrift og ekki svo aðgengileg og auðlesanleg . En það hefur breyst hjá Steingrími og nú orðið er framsetning hans skýr og vel lesanleg . Nokkuð skemmtilegar skúlptúr formanir hafa komið fráSteingrímur Eyfjörð honum þar sem hann mótar minni úr íslenskri sagnahefð þar sem hann myndgerir gjarnan hið afskræmda í fígúru á nokkuð sposkann hátt . Var ég svo lánsamur að vinna samtíma honum hjá Ríkissjónvarpinu þar sem ég var sviðshönnuður en hann sá um myndskreytingar við fréttir og var þar skeleggur maður á ferð mátti sjá .Hefur hann verið virkur á sýningarvettvangi að undanförnu og eitthvað svarið sig rétt aðeins við myndmál Pop listar . Kallast sýningin : ´ Megi þá Helvítis byltingin lifa ´ svo stutt er í háðið og opnar kl. 16.00 .


Hægri sinnaður menningarmálaráðherra Póllands sakaður um að reyna að hafa áhrif á listasöfn

Menningarmálaráherra Póllands Piotr Ginski sem er úr hægri flokknum Lög og Réttlæti ( PiS ) er situr við völd í landinu er sakaður um að reyna hafa áhrif á þarlend listasöfn og keyra þau undir hugmyndafræði flokksins . Er sagt að hann víkji ráðandi forstöðumönnum úr starfi og vilji í staðinn ráða í stöðurnar einhverja sér hliðholla . Þa hefur hann dregið úr framlögum til safnannaECS í Gdansk . Stærsta listasafnið í Póllandi er European Solidarity Center ECS sem var stofnsett undir stjórn Lech Welesa og er staðsett í Gdansk .


Athygliverðir ljóskúblar á NOW NORDIC hönnunarsýningu

Á hönnunarsýningunni NOW NORDIC í Listasafni Reykjavíkur eru nokkuð athyglverðir þrívíðir ljóskúblar eftir finnska hönnuðinn MAIJA PUOSKARI sem minna mest á klukkur / bjöllur . ( sjá mynd ) Hægt væri að ímynda sér rennt bjölluspil í kopar þar sem klukkurnar spiluðu mismunandi hljóma .Finnsk hönnunnFinnsk hönnunn


Andmæli hreyfingar samkynhneigðra í Rússlandi

Hreyfingin LGBTO+ sem eru samtök samkynhneigðra í Rússlandi en voru útilokuð frá allri umfjöllun í fjölmiðlum með lögum í landinu árið 2013 hafa ásamt ljósmyndaranum Nick Gavrilov unnið verkefni sem er andmæli þeirra við þessari meðhöndlun . Ljósmynduð voru pör við þekkta ferðamannastaSamkynhneigðir í Rússlandiði á landamærum Chechya að kyssast og vildu samtökin með því vekja athygli á tilvist sinni og baráttu fyrir réttindum . Mátti litlu muna að þau yrðu handtekinn því tveir lögreglubílar komu skyndilega aðvífandi og út stigu lögreglumenn sem hótuðu þáttakendum að þeir yrðu handteknir hefðu þeir sig ekki á burt .


Listfeng Hönnunarsýning í Hafnarhúsi

Hönnunarmars opnaði með sýningunni ´ Nú Norrænt ´ sem er sett saman af danska tvíeykinu ADORNO . Sýningin er hin áhugaverðasta nokkuð á mörkum höggmyndalistar og hönnunar því margir gripirnir á sýningunni líkt og ljós minna mest á skúlptúr . Má þar nefna verk hinna norsku Petterson og Heinn sem er ekkert ólíkt verkum Jóns Gunnars Árnasonar á sínum tíma . Þá er ljósgjöfum komið fyrir í líkt og tilhoggnum steinum hjá dönskum hönnuðum líkt og um höggmyndir væri að ræða ( sjá mynd ) . Íslensk hönnun í nokkru sem kallast tvíburaljós er athygliverð en þar lýsir stafur sem leggst upp að vegg og fyrir er komið ljósum upp myndverk og tekst þar vel upp ; nokkuð sem gæti nýtst vel í hýbýlum . Einnig vakti athygli mína finnsk hönnun á skattholi sem var líkt og klukkuspil í tvívídd .Petterson og HeinDönsk hönnunn Sýningin sýnir annars það sem er í deiglunni í núinu í norrænni hönnunn og er vel þess virði að skoða .


´ Helvítis Daninn ´ er Íslendingur

Það er kanski orðið tímabært að ég rétt rekji sögu hins danska félaga míns sem ég hef minnst á hér í blogginu . Um aldamótinn 1900 voru farskip í siglingum milli Íslands og Kaupinhavn . Einhverju sinni var einn skipverja Íslendingur sem átti ættir sínar að rekja til Vestfjarða ef ekki Hrútafjarðar og vill ekki betur til en svo að hann barnar danska konu í heimsókn sinni . Sjálfur gat ég komist að þessum uppruna á Íslandi fyrir það að Vollmar var hingað kominn fyrir utan kunningsskap við mig til að leita föðurhúsanna og sá ég fljótt að þar var galdramaður á ferð ; ef ekki galdramenn eru þekktir fyrir vestan gjarna kenndir við Strandir . En þar fæðist faðir hans svo Afi piltsins var íslenskur ; og hef ég seinna fengið að vita að hann hafi jafnvel verið kenndur Vestfjarðagoði . Félaginn var fagur maður sem bar hvítt hörund en tinnsvart hárið . Tókust með okkur góðiBandidosr kærleikar meðan hann dvaldi hér og komst ég að því við kynningu okkar að hann væri tiginn svo móðirin mun hafa verið af góðu kyni . Er hann kom og kvaddi mig fékk ég að vita að hann hyggðist setjast að í Bandaríkjunum þar sem hann hefur áður haft búsetu ..


SUSTAINABLE : Vistvænn Karlmannafatnaður

Við framleiðslu vistvæns fatnaðar eru laggt sig fram um lífræna vefi til vefnaðarvörunnar og gjarnan reynt að nota endurunninn efni . Þá er leitast við að þeir sem vinna við framleiðsluna njóti viðunandi aðstæðna og sanngjarnra kjara . Tískurisarnir hafa fæstir stigið þetta skref til fulls en hér fara á eftir nokkur merki sem eru SUSTAINABLE í hönnunn og framleiðslu karlmannafatnaðar : PATAGONIA - PRANA - THOUGHT .Sustainable menswear


Brúðarklæði við Hæfi ; með viðráðanlegum kostnaði

Brúðkaup þurfa ekki nauðsynlega að vera af ærnum tilkostnaði þegar sækja skal blessun og vígslu vígðs prests . Verslun Rauða Krossins í Mjódd hefur í boði gott úrval brúðarkjóla og skarts á viðráðanlegu verði og þá eru einnig um að ræða brúðarkjólaleigur líkt og brúðurinn klæðist á myndinni er fylgir brúðarkjól frá Brúðarkjólaleigu Dóru . Jakkaföt geta flestir ráðið við en brúðguminn klæðist jakkafötum frá Armani . Herralagerinn í Fákafeni býður m.a. uppá vönduð merkjaföt á hálfvirði . [ Mynd er frá Brúðarsýningu Garðheima ]

Úr verslun Rauða KrossFra brúðarsýningu Garðheima


Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Mars 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Emporio-Armani-Spring-Summer-2024-10
  • Emporio-Armani-Spring-Summer-2024-14
  • Graduation-Outfit-Men-Sweater-Dress-Shirt
  • Graduation-Outfit-Men-Suit
  • Burberry-Summer-2024-Advertisement-03

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 195
  • Frá upphafi: 49976

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 156
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband