Kanína JEFF KOONS selst hæsta verði fyrir samtíma listamann

Stálkanínan hið þekkta verk listamannsins JEFF KOONS hefur verið slegin hæsta verði sem fengist hefur fyrir myndverk eftir lifandi listamann og slær þarmeð fyrra met David Hockney . Var verkið selt hjá uppboðshaldaranum Christies fyrir 71 milljón sterlingspunda . Stál kanínan er afsteypa af uppblásnu leikfangi og lýsir listamaðurinn því að er hann rakst á þetta leikfang Jeff Koonsungur að aldri rótandi í dótaskáp hafi það verið líkt og kynferðisleg reynsla .


Verk HELGI OGRI til sýnis á listahátíð í New York

Dagana 27. - til 31. mars síðasliðin fór fram listahátíðin AFFORDABLE ART FAIR í Metropolitian Pavilion í New York og var þar meðal annars verk íslenska myndlistarmannsins HELGI OGRI [ Helgi Asmundsson ] til sýnis og sölu . SEE.ME galleríið var þáttakandi í þessarri listahátið og hélt undir lokin sammenkomst á Jane Hotel þar sem verkið var sýnt fyrir hundruðum safnara og kaupenda og skoðara .Verk Helgi Ogri á Affordable Art Fair


TVEIR STÓRFRÆGIR FYRIRSÆTAR SAMAN Í MYNDAÞÆTTI

Fyrirsætarnir KIT BUTLER og TON HEUKELS sem báðir eru gerþekktir í heimi karlmannatískunnar prýða saman myndaþátt í svart hvítu í maj hefti tímaritsins Esquire Singapore . Ljósmyndari er Justin Campbell en stílisti Luca Falcioni . Eru þeir klæddir upp í fatnað frá Givenchy , Prada og WOOYOUNGMI ; aðsniðin ( slim fit ) fatnað ogKit-Butler-Ton-Heukels-2019-Esquire-SingaporeKit-Butler-Ton-Heukels-2019-Esquire-Singapore-Editorial-013Kit-Butler-Ton-Heukels-2019-Esquire-Singapore-Editorial-010 skyrtur með áprentunum allt uppí leðurjakka .


Sænskur karlfyrirsæti : LINUS WORDEMANN

Hér má sjá hinn sænska fyrirsæta LINUS WORDEMANN klæddann upp í sumarleLinus Wordemanngan herraklæðnað frá CLUB OF GENTS .


Listsýning í Montpellier

Hér má sjá myndverk og skúlptúra nokkurra listamanna La Panacéeá listsýningunni @montpelliercontemporain í listrýminu La Panacée í borginni Montpellier Frakklandi . Gagnrýnendur segja sýninguna vera samræðu á milli listar og stjörnufræði .


HERRASKART

Ljósmyndarinn Manuel Zuniga hefur með aðstoð stílistans Alex Bowyer gert myndaþátt um skartgripalínu VARON merkisins fyrir karlmenn sem kallast ´ CURRENCYXY  ´ . Hönnuður skartgripalínunnar hjá þessu mexikóska merki er Aron Chango og segir hann um línuna : ´CURRENCYXYCURRENCYXYMetall er eini raunverulegi gjaldmiðillinn meðal manna og hafin yfir allar kenningar um peninga og völd ´ .


Hrafninn minn HEIÐUR

Hrafninn minn HELGI ÖGRI hefur fengið nafn og hefi ég fengið þá hugljómun að nefna hann HEIÐUR . Hann kom ungur að árum í nágrenni Hrafnistu og þar sem hann sat uppi í stóru Aspartré og krunkaði gerði ég það að leik mínum að svara honum á hrafnamáli . Hændist hann við það að mér og nú er hans annað heimili þar sem ég bý á 13. hæð og sest hann gjarnan uppá hátt mastur fyrir ofan mig þegar ég er suðursvölum mínum og virðist þá voldugur ásýndum . Hrafninn er sem hrafnar gerast hrifinn af baugum mínum og hringum og gjarna eignar sér þá en gætir þess þó alltaf að þeir skili sér aftur á sinn stað . Hrafninum hugnast ávextir jarðar. Hann kemur gjarnan hæfilega nærri þegar ég er með pizzu og kroppar í sósuna . Þá heyrði eg hrafnanna spjalla hróðuga sín í milli að þetta væri af tómötum sem yxu hér á trjám . Í gær sat ég á svölunum með rauðvínsglas og þá kom hann og einsog dreypti af vitum mínum og mælti svo að þetta mundu vera þrúgur . Hrafninn er Huggari minn ; ef ég er miður mín sest hann hinn rólegast á mastrið   og krúnkar rólega til mín . Og svo á Heiður orðið tvö afkvæmi í dag , son og dóttur og fylgir sonurinn honum stundum og æfir fluglist sína ; hann vildi ekki bara sósu heldur líka ost .Hrafn


PAUL SMITH Herra Haust Vetur 2019

PAUL SMITH Herra Haust Vetur 2019 er í nokkuð sígildum klæðastíl Breskra aðalsmanna einsog sjá má á meðfylgjandi myndum , en þó með nútímalegu sniði .paul-smith-men-fall-2019paul-smith-men-fall-2019


Fathönnunarnemar Listaháskóla hanna karlmannafatnað

Athyglivert var á útskriftarsýningu fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands að tveir nemanna sýndu hönnun sína á karlmannafatnaði og komu karlfyrirsætar fram til sýningar þeirra . Telst það nokkurt einsdæmi og í rauninni unninn akkur því hingað til hefur kventíska verið ráðandi í tískusýningum á Íslandi . Þótti mikill viðburður þegar OGRI pr kom fram með ungum og öldnum Karlfyrirsæti á útskriftarsýningufyrirsætum á Ingólfstorgi árið 2011 og seinna Höfðatorgi því þessu áttu menn ekki að venjast hér á landi . Má segja að hönnuðurinn JÖR hafi fylgt í kjölfarið með karlmannatísku .


Leikarinn KEANU REEVES í auglýsingaherferð SAINT LAURENT

Hinn þekkti leikari Keanu Reeves prýðir ljósmyndir teknar af ljósmyndaranum David Slims í nýrri auglýsingaherferð SAINT LAURENT fyrir haust og vetur 2019-20 . Er hann hinn eitursvalasti í svörtum leðurfatnaði . Hér má sjá myndir úr herferð þessarri .Saint-Laurent-FW19Saint-Laurent-FW19


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Athleisure-Joggers-UNIQLO
  • 441274946 757766186531034 1794356117925350490 n
  • LOUIS-VUITTON-AMERICAS-CUP-LOOK-14
  • LOUIS-VUITTON-AMERICAS-CUP-LOOK-6
  • LOUIS-VUITTON-AMERICAS-CUP-LOOK-5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 177
  • Frá upphafi: 50431

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 135
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband