Færsluflokkur: Lífstíll
9.9.2018 | 01:42
JEREMY SCOTT kynnir sína eigin línu á NYFW
Nú stendur yfir New York Fashion Week og keppast þar bandarískir hönnuðir við að kynna hönnunarlínur sínar . Einn þeirra er JEREMY SCOTT sem er aðalhönnuður MOSCHINO en heldur jafnframt úti sínu eigin merki undir eigin nafni . Kynnti hann línu sína fyrir Vor Sumar 2019 á tískuvikunni á dögunum en það má segja um Jeremy að hann sé ákaflega Exstreme / Ýktur í tjáningu sínni og gegnheill Ameríkani .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2018 | 06:21
SÖGULEGUR KJÓLL
Það er ekki frá þvi að þessi kjóll í Haute Couture sýningu TONY WARD í París á dögunum vísi nokkuð í söguna ; sé sögulegur - því hann minnir mest á klæði konungborinna við hirðina á Viktoríu tímabilinu í Englandi .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2018 | 06:51
IAMDKNY ; Ný auglýsingaherferð herra hjá DKNY
Miles McMillan heitir fyrirsætinn sem prýðir auglýsingaherferð DKNY fyrir haust vetur 2018 19 : 100 % DKNY - IAMDKNY . Fyrirsætinn lýsir lífi sínu sem New York búa þannig : ´ Ég elska að vera heima og gera ekki neitt , eða fara út og gera allt . Það er New York búinn sem ég er . ´ Í auglýsingunum klæðist hann casual karlmannsfatnaði , og bláum jakkafatnaði .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2018 | 09:13
TOM FORD kynnir herrafatnaðar línu sína fyrir Sumarið 2019
TOM FORD hefur kynnt herrafata línu sína fyrir sumarið 2019 og fara nokkrar myndir hér á eftir . Aðspurður segist hann hafa tekið sér tíma til að íhuga hversvegna hann gerðist fatahönnuður . Kveðst hann hafa komist að því að hann hafi borið ósk í brjósti um að gera menn og konur falleg og efla þau af sjálfstrausti . Hann vilji hanna klæðnað sem hrífur ; lætur þig líta út fyrir að vera hærri og grennri - og ennþá fallegri og myndarlegri .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2018 | 02:12
Nú er að fara að hafa frammi góða ÚLPU
September er genginn í garð og má búast við vindstrekkingi og jafnvel haustrigningum . Þá kemur góð skjólflík sér vel . Hér má sja hollenska fyrirsætann VIKTOR NYLANDER í ADD úlpu / Parka sem er nokkuð skemmtilega stílfærð og hæfileg í Haust .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2018 | 02:21
Christopher Baley hættir sem hönnuður BURBERRY
Hönnuðurinn CHRISTOPHER BALEY hóf störf hjá BURBERRY árið 2001 og hefur því stýrt hönnunarteymi fyrirtækisins í 17 ár og náði að endurreisa það við úr mikilli lægð á þessum tíma . Á hann 70 sýningar collectionar Burberry nú að baki . Síðasta sýning hans var nokkurs konar um leið manifest á Regnboganum um réttindi samkynhneigðra . Þó hann sé aðeins 46 ára gamall segist hann hlakka til að eiga meiri tíma með fjölskyldunni en hann á eiginmann sem heitir Simon Woods og ala þeir önn tveimur dætrum . Christopher giftist manni sínum árið 2014 eftir löng kynni eftir að hjónabönd samkynhneigðra voru lögleidd í Bretlandi . Verður hans væntanlega sárt saknað af vettvangi tískuheimsins .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eigið merki hönnuðarins KARL LAGERFELD þar sem hann hannar sína eigin línu hefur hrundið af stað auglýsigaherferð fyrir Haustið og Veturinn 2018 . Er þar franski fyrirsætinn ADRIEN SAHORES í aðalhlutverki og klæðist hann klassískum herrafatnaði úr ull í svörtu , gráu og leðri . Með honum er danska fyrirsætan Nadja Bender . Merkið var um tíma í boði í verslun í Reykjavík .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2018 | 09:47
HERRATÍSKA Á ÍSLANDI
Á myndinni má sjá fyrirsætann TONI MAHFUD í mokkajakka en ljósmyndatakan fór fram á íslensku hverasvæði . Það er ekki svo ýkja langt í veturinn .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2018 | 08:14
Geta fullorðnir klædd sig einsog unglingar ?
Menn og konur fullorðnast eftir því sem árin líða og þá er gjarnan spurt að því hvort klæðaburður sé í samræmi við það . Nú er mjög UPPI að tala um STREET SYLE og þar þykir vel við hæfi að klæða sig hvernig sem vera vill en spyrja ekki um aldur ; fullorðnir klæðast að hætti ungmenna og þeir yngri gjarnan í klassískum stíl að hætti þeirra sem eldri eru . ( sjá myndir )
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2018 | 09:09
Svona skilgreinir RALPH LAUREN hönnun sína
´ Ég hef alltaf trúað á stílinn en ekki tískuna . Tískan er augnabliksins og því ekki auðfönguð . Stílfærsla bæði kvenna og manna skilgreinir manneskjuna og því rökréttara að fylgja eftir stílnum . ´ Svona skilgreinir RALPH LAUREN innblástur sinn til hönnunar .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 97
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar