Færsluflokkur: Lífstíll
29.9.2018 | 07:09
Þekktir fyrirsætar og fyrirsætur í auglýsingaherferð BAYMEN CLUB haust/vetur 2018.-19.
Fyrirsætarnir Filip Hrivnak hinn slóveski og Alexander Chunha prýða auglýsingaherferð BAYMEN CLUB fyrir haust og vetur 2018. - 19. og taka sig vel út í sígildum vönduðum harrafatnaði . Með þeim eru fyrirsæturnar Alanna Arrington og hin franska Regitze Christensen . Ljósmyndari var Koray Birand .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2018 | 02:08
Var uppgötvuð sem fyrirsæta 57 ára gömul
Hún hefur sína starfsævi verið starfandi sem lögfræðingur en var uppgötvuð sem fyrirsæta 57 ára gömul fyrir hvað hún var grönn og spengileg . Hún er nú 64 ára gömul og er að koma fram á tískuvikunni í Mílanó í sumartískunni 2019 með hönnuðinum DAKS . Hún segir muninn á því umhverfi sem hún er vön og tískuheiminum vera sá hvursu allir eru óskipulaggðir á framkomuvettvangnum .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2018 | 12:25
Kominn tími á léttar peysur
Það er örlítill kalsi í loftinu í Reykjavíkurbæ snemma dags þó hlýni oft þegar líður á daginn . Kanski ekki vitlaust að fara að huga að léttari peysum , þó vetrarkuldar séu ekki gengnir í garð . Hér má sjá fyrirsætann Kit Butler í peysu frá CALVIN KLEIN , en það tísku - og hönnunarmerki er að finna bæði í versluninni SAUTJÁN og enn vandaðra úrval í verslun GK Skólavörðustíg .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2018 | 00:45
Spanskgrænn í sýningu PRADA í kventísku Vor Sumar 2019
Líkt og í sýningu Michael Kors á nýafstaðinni tískuviku í New York þá var spanskgrænn það sem koma skal Vor og Sumar 2019 í sýningu PRADA fyrir kventísku nú í Mílanó og var jafnframt innkoman á runwayinn öll máluð þeim lit þannig að sá litur skyldi greinilega verða ráðandi .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2018 | 06:50
BURBERRY með nýjum hönnuði á tískuviku LONDON
RICCARDO TISCI heitir nýr hönnuður sem er tekinn við BURBERRY og sýndi sumarlínu sína fyrir 2010 á tískuviku í London sem nú er hlaupin af stað . Það sem vakti hvað mesta athygli í sýningunni voru regnhlífahaldarar sem fyrirsætarnir báru í bakið og þóttu tilvaldir í vætusamt veður Bretlandseyja .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hönnuðum í Bandaríkjunum er sólin og strandlífið hugleikið þegar þeir leggja línur fyrir sumartísku enda sólarstrendur ekki langt unda á Florida , Miami og í Kaliforníu . MICHAEL KORS er þar enginn undantekning á tískuvikunni í New York og bauð hann uppá Tropical þrykk og prent á bolum og buxum ; þá var Indý - Túrkis litur í umspili hjá honum er hann laggði línuna fyrir Sumarið 2019 . Klæðnaðurinn þótti léttur og unggæðingslegur að sama skapi .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2018 | 10:46
DAY WANDER : ný herferð frá MASSIMO DUTTI með FILIP HRIVNAK
Hinn slóvenski karlfyrirsæti FILIP HRIVNAK er myndaður í hausti Parísrborgar í nýjustu auglýsigaherferð herralínu spánska merkisins MASSIMO DUTTI fyrir haustið og veturinn 2018 . Kallast herferðin DAY WANDER . Filip klæðist klassískum karlmannafatnaði líkt og frökkum og prjónuðum peysum , nokkuð í RETRO stíl í herferðinni og pósar afslappaður á bökkum Signu .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við hönnun nýrrar CALVIN KLEIN herralínu fyrir Vor Sumar 2019 sótti Raf Simons m.a. fyrirmyndir í kvikmyndina The Graduate frá níunda áratugnum . Ber línan nokkurn keim af tíðaranda þess tíma fyrir vikið . Má finna þar góða ullarjakka og mikla frakka sem klæða karlmennina vel .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2018 | 01:07
Klædd í blómlilju
Hann segist hafa viljað gera blómaríkið lifandi Jeremy Scott hönnuður MOSCHINO er hann klæddi fyrirsætur sínar upp sem rósir , lotus blóm , fiðrildi og blómliljur einsog sjá má á myndinni fyrir líðandi sumar .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2018 | 07:01
BOSS sækir innblástur í strandlíf Californíu fyrir sumarið 2019
BOSS - Hugo Boss herramerkið þýska hélt sýningu sína fyrir sumarið 2019 á tískuvikunni í New York nú og var innblástur sóttur í stemninguna við Kyrrahafið og strandlíf Californíu . Var litapalíettan sögð ´cool and airy ´ frá ljósum litum og appelsínugulum til burgundí . Fatnaðurinn var að sama skapi léttur og sumarlegur í hægann andblæ við sólarhitann .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 14
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 57428
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar