Endurnýtt Líf vinnur á ; Rauði Krossinn opnar verslun með endurnýtanlegan fatnað í Kringlunni

Rauði Krossinn hefur hrint af stað fataverkefninu Endurnýtt Líf og hefur nú opnað verslun með endurnýtanlegan fatnað í Kringlunni . Vakining fyrir vernd umhverfisins fætist sífellt í aukana og jafnvel í heimi hátískunnar er nú talað um að endurnýting á fatnaði sé til framtíðar . FEndurnýtt Lífleiri tonnum af tískufatnaði er fargað árlega t.d. í Bretlandi en þar ráðgera stjórnvold að leggja toll á förgun fatnaðar . Flíkur í endursölu standa enn fyrir sínu og er verslunin við hlið Rómar Kaffi .


DOLCE & GABBANA halda glæsilega sýningu á Haute Couture á karlmenn

Dolce & GabbanaTvíeykið DOLCE & GABBANA fara ekki dult með aðdáun sína á karlmönnum og héldu nú glæsilega sýningu á hátísku / Haute Couture fyrir karlmenn . Kanadíski fyrirsætinn Noah Mills opnaði sýninguna en á eftir fylgdu top fyrirsætar á við hinn brasilíska Evandro Soldati og hinn ítalska Alezzio Possi . Þó voru flestir þeirra sem komu fram í sýningunn karlmenn frá Sikiley en hönnuðirnir eru orðnir þekktir fyrir að gera út fyrirsæta þaðan . Arenan prýddi minjum rómverskra höggmynda og modelin gengu um sem ástarguðir með boga og örnar eðu minntu á rómverska skylmingamenn í hinum stórkostlegustu klæðum . Þá var undir lok sýningar elegant og klæðilegur karlmannafatnaður sem gerist vandaðastur .


Góður Mokkajakki á Herrana fyrir veturinn

Hér má sjá fyrirsætann Patrick Kafka klæðast mokkajakka frá Tagliatore ; klár í veturinn .Tagliatore-Fall-Winter-2019-Mens-Collection-Lookbook-012


Fyrirsætinn JARROD SCOTT í Madrid

Ástralska Top modelið JARROD SCOTT situr fyrir í fögru umhverfi Madrídar í nýjasta hefti Esquire Espana . Hann hefur getið sér góðann orðstír í heimi karlmannatískunnar og tekur spönsku borgina með stormi . Klæðist hann fötum frá m.a. Jil Sander .Jarrod-Scott-2019-Esquire-EspanaJarrod-Scott-2019-Esquire-Espana


Hvítur karlmannsklæðnaður fyrir Hátíðarnar

Hér má sjá fyrirsætann Eric van Gils klæðast hvítum jakkafötum frá BOSS . Sannkallaður hátíðarklæðnaður .Eric van Gils


Athygliverð sýning SIGRÚN ÚLFARSDÓTTIR í Hannesarholti

Í menningarsetrinu Hannesarholt við Grundarstíg er notalegt veitingahús sem sérhæfir sig í lífrænum grænmetisréttum . Þar eru jafnframt uppi sýningar myndlistar og nú sýnir þar Sigrún Úlfarsdóttit athygliverðar myndir þar sem hún beitir tölvutækninni fyrir sig til að myndhverfa índverska guði Hindúatrúarinnar sem landvætti yfir íslendskum landháttum líkt og huldufólk . Tölvutæknin er í auknum máli farinn að finna sér farveg inná svið listarinnar í dag en Sigrún hefur jafnframt stundað indverska hugleiðslu og trúarfræði . Hún hefur verið orðuð við nám í sviðshönnun og leikmyndagerð í Moskvu en einnig hefur hún numið búningagerð í París . Í dag hannar hún skartgripi og notar jafnframt myndir kristalla í landinu til að tengja vettvang sinn við myndgervinguna . Þessi sýningVishnu er heimsóknarinnar virði . [ Mynd ÖGRI sýnir hvítaguðinn Vishnu sem er og vættur hafsins ]


PÁLL HAUKUR í Berg Contemporary gallerí

Nýstjarna í myndlistarheimi hinn ungi myndlistarmaður Páll Haukur sýnir nú málverk fyrst og fremst með innsetningu í BERG Contemporary gallerí við Klapparstíg en hann þykir með efnilegri yngri listamönnum í dag . Það fyrsta sem slær mann við ásýnd málverka hans eru hvursu litir eru allir einfaldir og bjartir svo af ásýnd verkanna verður lýsandi yfirbragð . Manni dettur fyrst í hug að þarna sé ótti við hið djúpa og dimma sem megi ekki vera sýnilegt svo ekki verði dæmdur af . Þá var mér hugsað til viðtals sem ég átti við geðlækni sem talaði um það þar sem dauðinn væri nálægur skyldi reyna að fyrirbyggja mikið þunglyndi . Þannig virkuðu málverk Páls Hauks á mig sem þarna væri á ferðinni geðræn meðferð til að fyrirbyggja þunglyndi . Í slíku er kanski ekki mikil sál þegar til kemur en því er ekki að neita að myndirnar ollu vellíðan og lýsti af þeim viss fögnuður . Skúlptúra voru að sama skapi Páll Haukureinfaldir en höðu ágæta abstrakt formun .


Karlmannafatnaður myndaður á Svalbarða

Hér má sjá bílstjórann Wiggo Antonsen myndaðann í vetrarúlpu í Longyearbyen á Svalbarða . Það mátti sjá snjóföl í höfuðstaðnum þennann daginn .parajumpers


Velúr í jökkum á karlmennina um Hátíðarnar

Velúr / velour kemur sterkur inn í karlmannajökkum um hátíðarnar sem eru framundan ; gjarnan í dimmbláum eða vínrauðum lit . Hér má sjá fyrirsætann Adrian prýða jakka frá TED BAKER .Ted Baker


Hálstau karlmanna í Hátíðarnar

Bindi eru algengasta hálstau karlmanna og fyrir hátíEsquire-Italia-2019ðar koma á markað vönduð slifsi ; en slaufa er líka nokkuð sem skarta má á tyllidögum og hér sjáum við einn um stóra slaufa við hátíðarbúninginn .


Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ferragamo-Pre-fall-2024-Campaign-001
  • Ferragamo-Pre-fall-2024-Campaign-002
  • Brunello-Cucinelli-Spring-2024-Authentic-Retreat-002
  • Brunello-Cucinelli-Spring-2024-Authentic-Retreat-003
  • 438165081 7511287895627248 2872891677958335739 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband