VÆTTIRNIR Í MYRKRINU ; sýning Bjargeyjar Ólafsdóttur í RAMSKRAM

Vitundin vakir yfir , hið góða gætir þín í svefninum meðan þig dreymir . Vættirnir búa í myrkrinu . Í nóttinni fer fram hið erótíska spil sem er likt og tengist með ljósþræði , en greniitréið stendur stöðugt í voldugri ásýnd sinni líkt og einhver festa í annars umhverfu spili . Það er sýning Bjargey Ólafsdóttir í galleríi Ramskram að Njálsgötu 49 ; en Bjargey vakti straks eftirtekt fyrir einstaka listfengi sitt sem listnemi . Sýning sem vert er að líta augum . Bjargey Ólafsdóttir


Mógrænt í karlmannafatnaði næsta sumar 2019

CERUTTI 1881 spáði dökkum og ljósum mógrænum lit fyrir vor og sumar 2019 í syningu sinni á tískuviku . Hálstau frá þessu merki hefur verið í boði í versluninni KÚLTÚR Kringlunni .CERUTTI 1881 Merkið ÍCERRUTTI 1881talska MASSIMO DUTTI hélt á dögunum sýningu sína fyrir næsta ár í karlmmannafatnaði í Shanghai með miklum glæsibrag og þar var sami mógræni liturinn uppá teningnum . 


Íslenskur fyrirsæti í auglýsingaherferð á FASHION.TV

Upptaka sem hinn íslenski DAVÍÐ EINARSSON var valinn til og tekinn var upp á Íslandi fyrir bandaríska merkið BUFF er nú fullunnuin og komin í spilun á FASHION.TV MEN . Njóta íslenskir staðhættir og svo auðvitað fyrirsætinn sín vel í myndFyrirsætinn Davíð Einarsson en upptakan fór fram við erfiðar aðstæður í miklum kulda . Davíð starfar sem markaðsstjóri hjá Herragarðinum auk þess að sinna fyrirsætastörfum . Faðir hans Einar Sörli stóð á sínum tíma fyrir í auglýsingum fyrir Herragarðinn .


Úrslit að verða ljós í The LOOK contest ; modelið Helgi Ögri meðal þáttakenda

Val dómnefndar í The LOOK ljósmyndasamkeppni PDN tímaritsins eru tekin að skýrast og er fyrst kynnt til sögunnar myndir sem þykja hafa til að bera einstaka beitingu lýsingar og ljósmyndatækni . Sýna myndirnar modelið Zuri Tibby þar sem ímynd líkama hennar nýtur sin og lýsingin nær fram áferð vefnaðar þess fatnaðar sem hún klæðist . Hér má sjá eina ljósmyndanna af fyrirsætunni PDN magazine.


Höggmyndaverk eftir CHRISTO á stöðuvatni í Hyde Park

Komið hefur verið fyrir fljótandi höggmyndaverki eftir hin þekkta listamann CHRISTO á Serpentine Lake í Hyde Park . Verkið hefur enga sérstaka táknmynd en er ætlað að skapa andhverfu í umhverfinu . Samhlið stendur nú yfir sýning á ferilvinnu listamannsins við gerð verksins í SERPENTINE Gallerí London .Christo á Serpentine Lake Hyde Park


Frumlegasti hönnuður Tískuheimsins : REI KAWAKUBO - Comme des Garcons

Hin japanska REI KAWAKUBO telst án efa frumlegasti hönnuður tískuheimsin en hún stofnaði merki sitt COMME des GARCONS árið 1973 og gerir aðallega út frá París en einnig Tokyo . Hún er fædd 1942 og nam upphaflega sjónlistir og eru sýningar hennar á tískuvikum líkt og listgjörningar sem upphaflega kölluðust Anti Fashion þar sem fyrirsætur burðast áfram í miklum skúlptúrum klæðnaðar svo af verður stórkostlegt sjónspil sem alla gjarna vekur mikla athygli og beðið er með eftirvaæntingu . Árið 2017 var hún heiðursgestur Metropolitian Museum of Arts Costume Institute sem hélt sérstaka sýningu á verkum hennar . Hún segist aðspurð leggja sig fram um að skapa sterka ímynd með hönnun sinni . Hún sér ekki bara um hönnun klæðnaðarins heldur líka grafískt útlit merkis síns og innréttingar verslana sinna líkt og ´Ayoama ´ Rei KawakuboComme des GarconsComme des GarconsComme des Garconsverslunarinnar í Tokyo sem er þekkt fyrir einstaka glerverk sitt með bláúm doppum á framhlið verslunarinnar . Hún er þekkt fyrir að vera hlédræg og hafa sig ekki mikið frammi í fjölmiðlum en lætur sköpunarverk sín tala .


JAKAR AÐ BROTNA ÚR GRÆNLANDSJÖKLI ; HÆKKUN YFIRBORÐS SJÁVAR

Miklar nátturuhamfarir virðast vera fyrir dyrum og betra að halda vöku sinni en bæir hafa verið tæmdir á Grænlandi og íbúar fluttir brott vegna þess að Grænlandsjökull er allur að riðlast og jakar að brotna úr jöklinum . Hætt er við að flóðbylgjur gangi yfir bæi .Einhver áhrif hlýtur þetta líttillega að hafa á hækkun yfirborðs sjávar og gæti komið við Ísland .f-iceberg-a-20180714-870x489


Fyrirsætan BAR RAFAELI - og KENZO

BAR RAFELI og KENZOBar Rafaeli


Ljóð um Veðurfar

GRÆNLANDSJÖKULL LEYSIST UPP

Í MISTRIÐ Í SKÝJUNUM

ÉG SIT Í ÞOKUNNI

OG SÉ EKKI FRAM ÚR AUGUNUM

 

SKYLDI VERÐA RIGNING Í DAG ?sun-between-clouds


Karlfyrirsætinn DON LEE : The Dread Lock Wonder

DON LEE er nítján ára gamall bandarískur piltur frá New York en á uppruna sinn í Panama og er í dag einn sá þekktasti í hópi karlfyrirsæta tískuheimsins . Hann gaf sig upphaflega fram við umboðsskrifstofu í heimaborg sinni en var gripinn af Agent fyrirsæta þegar hann var að ganga út , sem vildi koma honum á framfæri . Hann er þekktur fyrir dread lokka sína sem er hann helsta einkenni og í heimi fyrirsæta er hann kallaður ´ The Dread Lock Wonder ´. Hann hefur á undaförnum misserum gengið fjölda sýninga á tískuvikum herra í háborgum tískunnar svo sem Dolce og Gabbana , Disquared 2 , Philipp Plein , Commé des Garson , Yohij Yamamoto , Off White og fleiri .Hann segir sína stærstu upplifun að koma fram í sýningu Neil Barrett í upphafi ferils síns og hafi honum fundist hann vera ´ On top of the world ´ næstu þrjá daga . Þá hefur hann verið einn af andlitum POLO Ralph Lauren . Fyrirsætinn Don LeeDon LeeHans helsta átrúnaðargoð er Michael Jackson ekki síst fyrir glitter buksur sínar . Hann segist vilja að fólk viti að hann er ekki bara model heldur jafnframt sjónlistamaður .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Júlí 2018
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Grandpacore-Cardigan-JCrew
  • Grandpacore-Flat-Cap-ASOS
  • Athleisure-Joggers-UNIQLO
  • 441274946 757766186531034 1794356117925350490 n
  • LOUIS-VUITTON-AMERICAS-CUP-LOOK-14

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband