Christopher Baley hættir sem hönnuður BURBERRY

Hönnuðurinn CHRISTOPHER BALEY hóf störf hjá BURBERRY árið 2001 og hefur því stýrt hönnunarteymi fyrirtækisins í 17 ár og náði að endurreisa það við úr mikilli lægð á þessum tíma . Á hann 70 sýningar collectionar Burberry nú að baki . Síðasta sýning hans var nokkurs konar um leið manifest á Regnboganum um réttindi samkynhneigðra . Þó hann sé aðeins 46 ára gamall segist hann hlakka til að eiga meiri tíma með fjölskyldunni en hann á eiginmann sem heitir Simon Woods og ala þeir önn tveimur dætrum . Christopher giftist manni sínum árið 2014 eftir Burberry 2018Christopher Baley og fjölskyldalöng kynni eftir að hjónabönd samkynhneigðra voru lögleidd í Bretlandi . Verður hans væntanlega sárt saknað af vettvangi tískuheimsins .


Áfangar Viðey : RICHARD SERRA

Ég gerði einhverju sinni pílagrímsför í Viðey og hafði aldrei komið þangað áður ; til að skoða hvernig verki Ítalska myndhöggvarans RICHAR SERRA Áfangar væri komið fyrir . Hlakkaði mig mikið til að líta augum volduga stuðla sem hafði verið lýst í verki hans . En eitthvað var landfræðileg afstaða mín ekki alveg samkvæmt hugsanagangi þessa Ítala . Þegar í eyna var komið hófu ég og félagi minn göngu í Austurhluta eyjarinnar og áttum von á að berja augum voldugt höggmyndaverkið . En hvað við römbuðum austurhlutann á enda sáum við hvorki tangur né tetur af nokkru slíku listfengi . Hurfum við vonsviknir á braut með það . Það var ekki fyrr en nýverið að mér varð ljóst að samkvæmt jarðvistarlegri hnattstöðu þessa Bandaríkjamanns þá raðast stuðlaverk hans að öllu leyti og einungis VESTANMEGIN  í eynni .Richard Serra Áfangar Viðey


Myndlistarmaðurinn og modelið BERGUR THOMAS ANDERSON gerir það gott erlendis

BERGUR THOMAS er nokkuð þekktur í tónlistargeiranum á Íslandi sem bassaleikari með fleiri hljómsveitum líkt og OYAMA en hann hefur nýlokið í masternámi í myndlist við Akademiuna í Den HAAG Hollandi og býr í Amsterdam . Hann kom einnig fram sem fyrirsæti með OGRI pr og hjá JÖR og var kynntur á Models.com og hefur reynsla hans í framkomu greinilega nýtst honum vel því í útskriftarverkefni sínu sýndi han einleik í Performans og er alla jafna performer við uppákomur og listgjörninga þar sem hann er til boðinn . SEgist hann vera að leita úr þögninni að sinni eigin rödd .Sýnir hann og hefur framkomu Bergur Thomas Andersonvíða í Evrópu meðal annars við listamiðstöðina í Zurich . Þá má sjá myndbandsverk hans á internetmiðlinum VIMEO .


KARL LAGERFELD PARIS hrindir af stað auglýsingaherferð fyrir Haustið 2018

Eigið merki hönnuðarins KARL LAGERFELD þar sem hann hannar sína eigin línu hefur hrundið af stað auglýsigaherferð fyrir Haustið og Veturinn 2018 . Er þar franski fyrirsætinn ADRIEN SAHORES í aðalhlutverki og klæðist hann klassískum herrafatnaði úr ull íKarl-Lagerfeld-Fall-Winter-2018-Campaign-001 svörtu , gráu og leðri . Með honum er danska fyrirsætan Nadja Bender . Merkið var um tíma í boði í verslun í Reykjavík .


HERRATÍSKA Á ÍSLANDI

Á myndinni má sjá fyrirsætann TONI MAHFUD í mokkajakka en ljósmyndatakan fór fram Mokkajakkiá íslensku hverasvæði . Það er ekki svo ýkja langt í veturinn .


Fyrrverandi uppfræðarar hafa uppi andmæli við NATIONAL GALLERY in LONDON og krefjast réttar síns

27 fyrrverandi uppfræðarar við NATIONAL GALLERY of LONDON , listamenn og listfræðingar sem sagt var upp störfum í október 2017 þar sem þeir störfuðu við uppfræðslu - og menntadeild safnsins hafa nú hafið upp lögleg andmæli við brottrekstri sínum . Segjast þeir ekki hafa notið nokkurra starfsréttinda en vilja láta skilgreina sig sem starfsstétt en ekki sjálfstæða verktaka eða free - lance . Vilja þeir tryggingu um ráðningu sína og segjNational-Gallerya málið prófmál um slíkt . Við safnið eru m.a. verk eftir Rembrandt , Michelangelo og Cézanne .


Geta fullorðnir klædd sig einsog unglingar ?

Menn og konur fullorðnast eftir því sem árin líða og þá er gjarnan spurt að því hvort klæðaburður sé í samræmi við það . Nú er mjög UPPI að tala um STREET SYLE og þar þykir vel við hæfi að klæða sig hvernig sem vera vill en spyrja ekki um aldur ; fullorðnir klæðast að hætti ungmenna og þeir yngri gjarnan í klassískum stíl að hætti þeirra sem eldri eru . ( sjá myndir )Street styleStreet style          


Þar mun BJÖRK hafa samið lagið : ´ I live by the Ocean ´

Það er fallegt útsýnið frá Ægissíðunni að hafinu sem íbúar götunnar hafa lengi notið . Ein þeirra sem hafa tekið sér þar búsetu er söngkonan Björk Guðmundsdóttir og svo frumleg sem hún er þekkt fyrir að vera þá hefur hún málað íbúðaBjorks-House-600x368Við hafiðrhús sitt við götuna alsvart . Það er ekki frá því að halda því fram að við gluggann í þessu húsi við Ægissíðuna ; ef ekki bara svölunum þar sem útsýnið að hafinu er svo stórkostlegt hafi hún samið hið gerþekkta lag sitt : ´ I LIVE BY THE OCEAN ´ .


Kultaður milljóneri fastagestur á tískusýningum

Hann er lifandi táknmynd bandarískrar Rokk menningar , sagður forríkur milljarðamæringur og hefurFastagestur á tískusýningum verið fastagestur á tískusýningum háborganna undanfarnar sísonir ; ætið meðal þeirra sem sitja fremsta bekk og vekur jafna mikla athygli fyrir outlook sitt . ( sjá mynd )


Tískuvika og ljósmynda festival í HELSINKI 2018

Dagana 20 júli til 25 júli fór fram tískuvika í Helsinki þar sem 30 hönnuðir frá ýmsum þjóðlöndum sýndu fatnað sinn . MARIMEKKO er löngu orðið heimsþekkt finnskt hönnunarmerki en meðal sýnenda var franska merkið AIRVEI ( sjá mynd ) . ÞáAirvei for fram HELSINKI PHOTO FESTIVAL frá 5 júli til 5 ágúst og var hinn íslenski ljósmyndari Ómar Sverrisson meðal þeirra sem þar sýndu ljósmyndaverk sín ; en ekki í Kaupmannahöfn einsog ranghermt var hér í bloggi og leiðréttist það hérmað .


Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Ágúst 2018
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Versace-Spring-2024-001
  • 433870065 7392519304170775 4222874427841695587 n
  • 433958212 7392517387504300 8258859871114543692 n
  • 433873656 7392515637504475 230348292710926419 n
  • Orlebar-Brown-Spring-2024-7-1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 14
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 159
  • Frá upphafi: 49087

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband