Gullinreglur goðsagnarinnar IRIS APFEL um innanhúshönnun

IRIS APFEL er á háum aldri en löngu orðin goðsögn í heimi tísku og fyrirkomu . Hér fara fimm GULLINREGLUR sem hún ráðleggur fólki að hafa fyrir sér er það innréttar hjá sér heimilið : 1. FARÐU ÞÍNA EIGIN LEIÐ 2. HAFÐU FRUMLEIKANN Í HÁVEGUM 3. KEYPTU GÆÐI 4. EF ÞÚ HEFUR EKKI EFNI Á ÞVÍ NÚNA ; ÞÁ BÍDDU ÞAR TIL ÞÚ HEFUR RÁÐ Á ÞVÍ 5. GERSTU SAFNARI . Heimili þitt ætti að lýsa persónuleika þínum segir hún að lokum .Iris Apfel


HERRAMENN Í TOXEIDO ; Hátíðir Nálgast

Hátíðirnar nálgast og fer að koma að tíma að klæða sig upp . Hér má sjá nokkra gjörvulega herramenn á tískuvikunni í Lissabon í fyrirkomu hönnuðarins NUNO GAMA klædda upp í hátíðar Toxeido .Nuno-Gama_ss19


MEGHAN eiginkona PRINS HARRY barnshafandi að tvíburum

Hann er ekki lengi að bregða á leik hinn konungborni Breski Prins Harry eða Henry/Játvarður einsog hann heitir réttu nafni því nú fáeinum mánuðum eftir brúðkaup þeirra hefur verið tilkynnt að eiginkonan Meghan sé barnshafandi . Við ómskoðun hefur komið í ljós að það muni vera tvíburar : drengur og stúlka . Prinsinn er 33 ára en ektakvinnan 37 ára .Prins Harry og Meghan


VIVIENNE WESTWOOD við mótmæli

Hér má sjá tískuhönnuðinn VIVIENNE WESTWOOD við mótmæli í bænum Preston ásamt syni sínum . Þar dansaði hún til að sína afstöðu sína við lag ABBA ´ Dancing Queen ´ . Sonur hennar er eigandi undirfatamerkisins Provocator .Vivienne Westwood við mótmæli


PORTRAITS eftir Ómar Sverrisson

MYND : Collage af völdum portraitum eftir ljósmyndarann Ómar Sverrisson . Hér má m.a. sjá söngvarann Krummi í Mínus , Grétar Reynisson leikmyndateiknari og hinn aldni Portraitsfyrirsætinn Helgi Ögri .


Eru 300 milljónir svo hár kostnaður ? : BRAGGINN

Ég leit yfir myndir frá Bragginn Bistró og sá af þeim að vel er til vandað við uppfærslu þessarrar minjar ef mætti kalla svo í sem upprunalegustu mynd sem getur oft verið vandasamt og haft kostnað í för með sér . Nú er þetta orðið að mannvirki sem hefur fengið notagildi og fyllist af iðandi mannlífi og eru innréttingar greinilegast sem best gerist og tel ég að hafi tekist vel til og þessi endurbyggingBragginn Bistró - veröndBragginn Bistró eigi eftir að standa lengi . Þá verður mér hugsað hvort 300 milljónir séu í raun svo hár kostnaður við varðveislu slíkrar söguminjar , eitt nauðaómerkilegt einbýlishús er verðmetið t.d. á 145 milljónir . Það hefur ekki verið vandi okkar Sjálfstæðismanna til þessa að fárast yfir kostnað þess sem vel er til vandað og á lengi að standa . Húrra BRAGGINN BISTRÓ !


Þrívíddarprentun á tískuklæðnaði : IRIS VAN HERPEN

Á tískuviku hátískunnar/haute couture í París fyrir komandi haust og vetur brá svo við að við sýningu og tískuklæðnað hinnar þekktu hönnuðar IRIS VAN HERPEN hafði verið bryddað uppá þeirri nýlundu að þríviddarprentun hafði verið beitt . Lýsir hún því sjálf að tæknin sé orðin það fullkomin að vefnaðarvörunni hafi hreinlega verið komið fyrir í prentaranum sem skilaði fullbúnum hátískuklæðum  . Þríviddarprentun í tískuklæðnaði tók að að þróast uppúr 2010 og þykir gefa mikla möguleika iris_van_herpenIris-van-Herpen, en þó verð ég að segja að þessi tækni við fatahönnunn hlýtur ennþá að teljast vera í þróun því í þessarri sýningu voru kjólarnir líkt og skæni og huldu ekki vel . Einn íslenskann myndhöggvara gruna ég um að hafa snemma tileinkað sér tækni þrívíddarprentunar en það er hin yngri Ólöf Nordal .


Kóngulær eru ´ skynugar skepnur ´

Ég hefi lýst því hér í blogginu að sumarið hafi alið á svölunum hjá mér þar sem ég bý hátt uppi myndarleg kónguló og spunnið vef sinn og farið sínu fram sem ég hafi alveg látið vera  . Einhverju sinni stuggaði ég við vef kóngulóar á þessum sama stað og þá var skyndilega sem hún hyggi til mín er fluga flaug hjá . En það er ekki að kvarta undan umgengninni hjá þessum nábýlingum mínum . Látið þú þær vera þá eru þær við veiðar sinar einhvernKónguló tíma ; en viti menn síðan hirða þær upp vef sinn og kveðja hljóðlega en skilja allt mjög snyrtilega eftir sig svo ekkert sér eftir þær . Snyrtileg í umgengni skorkvikyndi þau .


JOHN ZURIER ( Over me the Mountain ) í BERG gallerí

Það er heillandi sýning bandaríska listamannsins JOHN ZURIER sem er fæddur 1956 er tekur við manni í BERG Contemporary gallerí að Klapparstíg . Á sýningunni eru málverk á striga sem listamaðurinn málaði á dvöl sinni á Íslandi síðastliðið sumar og kýs að kalla SOMTIMES ( Over Me the Mountain ) . Málverkin eru flest einlita flötur borinn á strigann eða minni uppbrot í reglu gullinsniðs . Hún er stórkostleg fegurðin sem eyjan okkar Ísland/Iceland býr yfir , það verður sýnilegt í málverkum þessa frábæra listamanns . Horft er inní djúpbláann himinn blámann , á fjöllin og það sem ég myndi lýsa sem litrófið sem þar birtist og ekki síður himinhverfingarnar sem lýsa yfir í öllum mikilfeng sínum . Þannig skynjaði ég litbrigði John Zurier líkt og hinn rauðbleiki við sólsetrinn yfir í hinn föl fjólubláa við bristnigar að morgni . Og þó vatnið sé dýrmætt þá er ekki minna vert John Zurier - BERG galleríað hér skuli vera þetta hreina loft sem við öndum að okkur .


Upprifjun á Futuristum í GARAGE safninu í Moskvu

GARAGE safn frú Abromavich í Moskvu rifjar nú upp sögu fútúristanna við upphaf síðustu aldar og segir þá hafa markað sögu róttækra uupákoma í listum alla daga síðan til okkar daga . Hér má sjá endurbyggingu þekktrar innsetningar .Garage safnið í Moskva


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Okt. 2018
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Emporio-Armani-Spring-Summer-2024-10
  • Emporio-Armani-Spring-Summer-2024-14
  • Graduation-Outfit-Men-Sweater-Dress-Shirt
  • Graduation-Outfit-Men-Suit
  • Burberry-Summer-2024-Advertisement-03

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 49985

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 146
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband