28.4.2019 | 18:01
Listaakademían í Kaupmannahöfn útskrifar Listamenn
Fram til 19. mai stendur yfir í sýningarsal Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn KUNSTHAL CHARLOTTENBORG útskriftarsýning listnema við skólann . Þar sótti ég nám við höggmyndalistaskóla Akademíunnar á sínum tíma og var með vinnustofu . Það var skemmtilegt er ég komst að því að prófessor minn Hein Heinsen einn þekktasti samtíma myndhöggvari Dana var að sama skapi guðfræðingur . Hér má sjá eitt verkanna á sýningunni efir höggmyndalistar nema . Verkið vísar virðist mér í trúfræði og söguna um Jesú Krist ; hver hann hafi raunverulega verið og hvaðan hann hafi komið . Er verkið líkt og musteri , maður gæti ímyndað sér mikil borgarvirki í Gyðingalandi sem ekki var svo fjarri stórkostlegum menningarvirkjum Egyptalands ; byggingu og sali þar sem Kristur tekinn höndum sem uppreisnarmaður er leiddur fyrir dómara .
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 23
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 56039
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.