4.5.2018 | 07:58
Skondin uppákoma í I8 gallerí
I8 gallerí í Tryggvagötu opnaði með pomp og pragt sýningu á verkum meistara Íslenskrar listasögu þeim Þorvaldi Skúlasyni , Guðmundu Anrésdóttir og Nínu Tryggvadóttir . Heldur varð skondin uppákoma við opnunina er fullorðin kona kemur í fylgd dóttur sinnar en við að líta myndirnar hrópar kerlingin hálfum huga : ' Þetta eru falskar myndir , sjáiði hvað litir í mynd Nínu eru skærir einsog sé nýmálað ; Þorvaldur málaði aldrei í þessum pastellitum . ´ Ja viti nú hver , það verða sérfróðir menn að dæma um hvort er rétt hvað konan er að fara . Hún var vel við aldur og þekkti eitthvað til . Allavega þykist ég geta vitnað um að myndir Guðmundu Andrésdottir voru upprunalegar frá listamanni því þær hef ég allar séð áður . Myndirnar eru verðsettar frá 4 til 12 milljónum króna svo maður skyldi ætla að eitthvað sé í húfi . Meðal gesta við þessa opnun sem annars fór hið besta fram var Eyþór Arnalds borgarstjóraframbjóðandi .
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 53765
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.