Færsluflokkur: Lífstíll
12.12.2020 | 09:54
HERRATÍSKA : Endurkoma Bindisins
Bindi virðast nokkuð hafa verið dottinn út hjá herramönnum en samkvæmt sérfróðustu tískumógúlum hjá VOGUE Hommes á bindið nú endurkomu í karlmannafatnaði og fer það vel svona um hátíðar . Jafnvel er hægt að vera með einstök bindi við léttari uppklæðningu svosem vesti eða stakar skyrtur einsog við sjáum hér á myndunum .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2020 | 12:16
Á karlmennina : Falleg bláleit peysa frá 66o NORÐUR í veturinn - BYLUR
Útivistarfatnaðarframleiðandinn 66oNORÐUR býður nú fallega bláleita peysu úr lambaull á karlmennina og kallast peysan BYLUR . Það er sterk hefð fyrir ullarframleiðslu fatnaðar á Íslandi og er peysur og fatnaður þessa framleiðanda af fullkomnum gæðum og samkeppnishæfur á erlendun mörkuðum .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2020 | 00:10
Stílfærðar uppklæðningar karlmanna
Hér sjáum við fyrirsætana Michael og Marcin í næutímalegum stílfæringum frumlegrar klæðahönnunar karlmannafatnaðar . Einkar óvenjulegt og athyglivert .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2020 | 08:27
Ljóst á karlmennina með hausti að ári 2021
Karlmannatískan einsog önnur tíska fer stöðugt í hringi og nú þegar tískuhúsið Salvatore Ferragamo tekur frumhlaup á herratískuna fyrir haustið að ári komandi 2021 kynna þeir ljósa liti á herrana . Það er nýstirni meðal fyrirsætannaað nafni LUDVIG WILSDORFF sem stendur fyrir en hann hóf feril sinn hjá Dior .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2020 | 05:20
Ítalski prjónaframleiðandinn MISSONI á herrana vetur 2020
MISSONI er ítalskt klæðamerki sem er aðallega þekkt fyrir litríkar prjónaflíkur hafa fengið fyrirsætann JHONATTAN BURJACK til að standa fyrir í kynningu á vetrarlínu sinni 2020 og hér sjáum við hann fullann af fjöri í hinum litskrúðugu peysum .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2020 | 09:32
Endurnýttar gersemar tískunnar klæða vel
Margir hafa gaman af að grúska í verslunum sem selja notaðan fatnað og ef þeir eru nógu glúrnir má finna mestu gersemar af tískumerkjum sem er gjarnan vandaður fatnaður sem á lengri lífdaga ef vel er farið með . Verslanir Rauða Krossins reka slíkar verslanir og á horni Skólavörðustígs og Bergstaðarstrætis er verslun á þeirra vegum þar sem er að finna vandaðri vöru og merkjavöru ; en okkar ágæta forsetafrú er þar meðal viðskiftavina . Hér má sjá tvo karlmodel klæðast endurnýttum gersemum hátísku ; sá fyrri klæðist uppklæðningu frá Comme des Garcon en sá síðari Dan klæðist skyrtu frá Junya Watanabe .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2020 | 03:00
Herrajakkar frá DIOR Homme 2020
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2020 | 06:48
ARMANI setur á markað fatnað framleiddann úr endurnýttum efnum
Á sýningum í Mílanó í janúar síðastliðnum sýndi merki Armani EMPORIO ARMANI línu sem kallaðist ´ I say Yes to Recycling ´ en línan er öll framleidd úr endurnýttum efnum og með vistvænum aðferðum og orkugjöfum . Fatnaður þessi var settur á markað í verslunum merkisins í byrjun nóvember og er nú fáanlegur . Þarmeð er þessi Ítalski fatahönnuður orðinn þáttakandi í þeirri vitundarvakningu um endurnýtingu sem nú er uppi .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2020 | 09:54
Vetrartíska DOLCE & GABBANA á karlmennina 2020
Hér sýnir fyrirsætinn IVAN VUCKOVIC okkur sígilda vetrartísku hins ítalska tvíeykis DOLCE & GABBANA 2020 við ferska vinda frá hafinu á fögrum degi utandyra við sjávarsíðuna . DET BLÆSER FRA HAVET AF - SÁ BLIDT OM MIN KIND .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2020 | 00:18
Karlmannaklæðnaður : Hátíðar nálgast
Komið er fram í nóvember og styttist í jólahátiðir . Þá er að huga að hátíðaklæðnaðinum . Velour .þykir sígildur í kæðnaði karlmanna um jól víða um heim fyrir þá sem vilja klæðast góðum hátíðarbúningi . Þetta ágæta karlmodel sem við sjáum hér er íklæddur velúr jakkafötum með vesti í purpuralit sem hæfir vel mannamótum á hátíðunum .
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 3
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 55904
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar