Færsluflokkur: Menning og listir

Skondin uppákoma í I8 gallerí

I8 gallerí í Tryggvagötu opnaði með pomp og pragt sýningu á verkum meistara Íslenskrar listasögu þeim Þorvaldi Skúlasyni , Guðmundu Anrésdóttir og Nínu Tryggvadóttir . Heldur varð skondin uppákoma við opnunina er fullorðin kona kemur í fylgd dóttur sinnar en við að líta myndirnar hrópar kerlingin hálfum huga : ' Þetta eru falskar myndir , sjáiði hvað litir í mynd Nínu eru skærir einsog sé nýmálað ; Þorvaldur málaði aldrei í þessum pastellitum . ´ Ja viti nú hver , það verða sérfróðir menn að dæma um hvort er rétt hvað konan er að fara . Hún var vel við aldur og þekkti eitthvað til . Allavega þykist ég geta vitnað um að myndir Guðmundu Andrésdottir voru upprunalegar frá listamanni því þær hef ég allar séð áður . Myndirnar eru verðsettar frá 4 til 12 milljónum króna svo maður skyldi ætla að eitthvað sé í húNína Tryggvadóttirfi . Meðal gesta við þessa opnun sem annars fór hið besta fram var Eyþór Arnalds borgarstjóraframbjóðandi .


INNRÁS í ÁSMUNDARSAFNI

Í Ásmundarsafni er gangandi verkefni sem kallast INNRÁS af hálfu Listasafns Reykjavíkur þar sem fjörum völdum yngri listamönnum á að heita boðið til . Að þessu sinni skyldi listamaðurinn vera Hrafnhildur Arnardóttir sem býr og starfar í New York og hefur getið sér töluverðan orðstír sem listakona . Það var þó varla að sjá að listakonunni væri gefið nokkurt ráðrúm , verk Ásmundar Sveinssonar í yfirlitssýningu sem hljóta að skoðast í ljósi síns tíma stóðu föst sem stafur yfir steini og ekki að sjá að listakonunni væri gefið nokkuð svigrúm til að sýna sköpunarmátt sinn .Hrafnhildur Arnardóttir - Planet


LIFANDI PERFORMANS Í ÞRJÁ KLUKKUTÍMA HJÁ UNGU LISTAFÓLKI

Í íbúð í yfirgefnu húsi að Klapparstíg 12 fór fram föstudaginn 20. Apríl lifandi multimedískur gjörningur í 3 klukkutíma þennan eina dag . Listamennirnir sem stóðu að þessari uppákomu voru bæði listnemar og starfandi listamenn sem höfðu komið saman í Listaháskóli Íslands og ályktað sem svo að gera tilraun til að komast út fyrir hið fastbundna form listastofnana sem væru orðnar of hefbundnar / Akademískar í forminu og fremja þess í stað lifandi listgjörning . Komu listamennirnir víðar að en frá ÍListamenn að listgjörningi Klapparstíg 12slandi m.a. Litháen . Var samkoman fjölsótt og tókst með ágætum .


Frá Útskrift / Afgang Meistaranámsnema við Lista Akademíuna í Kaupmannahöfn - myndir

Hér má sjá tvær myndir af innsetningum frá útskriftarsýningu meistara -Frá útskriftarsýningu í KaupmannahöfnLista Akademían Kaupmannahöfn ( Master ) námsnema við Lista Akademíuna í Kaupmannahöfn sem opnaði á föstudag í sýningarsölum skólans Charlottenborg .


Útskriftarsýning Meistaranema í myndlist og listfræði

Sama dag og Afgang mastersnám við myndlistaskóla Lista Akademíunnar í Kaupmannahöfn opnaði í Charlottenborg opnaði í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi sýning meistaranema í myndlist og listfræði við Listaháskóli Íslands . Safnið stofnaði Birgitta Spur eftirlifandi eiginkona Sigurjóns til varðveislu verka hans en sjálf er hún myndhöggvari frá Billedhuggerskole / Höggmyndaskóli Akademíunnar og á hún eitt snoturt verk í höggmyndagarði kvenna í Hljómskálagarði . Sýninguna nefna aðstandendur VIÐ MIÐ sem er orðaleikur þar sem Við erum aðkomendur og sýnendur en Mið vísar í staðsetningu og sögu staðhátta . Holdsveikraspítali stóð í Laugarnesi þar til hann brann og eru tvö ljósmynda grafísk verk þar sem sviðinn er hluti myndanna tilvísun í spítalann á þessum stað . Annað vakti eftirtekt mína að við aðkomuna hafði verið útbúinn göngubrú en inni salnum hékk rautt tjald líkt og rauða dreglinum hafi verið fórnað . Kennari við meistaranám í myndlist er Bryndís H. Snæbjörnsdóttir og verður að segjast að henni hefur tekisi að byggja undir heildræna innsetningu 10 listamanna af ólíkum uppruna þar sem verkin vinna saman í einni heild og eru sögð eiga að vinna með verkum í safninu . Ekki síður vísuðu þau í hið einstæða útsýni að hafinu sem er úr þessu húsi á þessum stað .Til Hamingju Útskriftarnemendur .BirgittaSpurFrá Laugarnesi


DRAUMUR ~ [ OGRI - Monumental ]

A DREAM YOU DREAM ALONE IS ONLY A DREAM . OGRI monumentalA DREAM YOU DREAM TOGETHER IS REALITY .


Uppnám um Útskriftarsýningu Meistaranema við ListaAkademiuna í Kaupmannahöfn

Föstudaginn 13. Apríl opnar Útskriftarsýning nemenda í Meistaranámi við Myndlistarskóla Konunglegu Dönsku Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn , en uppnám hefur orðið um sýninguna eftir að útskriftarnemanda af múslimskum uppruna var neitað af Hallar- og Menningarráði um að setja upp veggverk  á úthlið sýningarstaðar Akademíunnar Charlottenborg við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn . Var fyrirhugað að verkið sneri að Nýhöfninni þar sem eru mörg veitingahús og gjarnan mikil hreyfing af fólki ARoS listasafnið í Árósum. Ég var nemandi við Höggmyndaskóla þessarrar AkademíuFrétt um útskriftarsýningu í Kaupmannahöfn uppúr 1980 og hef eilítið átt undir að sækja fyrir að vera af öðru en dönsku bergi brotinn þó ég almennt hafi notið dyggs stuðnings , en lent milli stafs og sleggju sömuleiðis hér á landi fyrir að vera fyrirmunað að koma af dönskum skóla . Þykir mikill heiður af því í heimalandinu að fá inngöngu í Listaakademíuna og eru fáir sem komast að . Þó for svo að lokum að forstöðumaður ARoS listasafnsins í Árósum bauð konunni að setja upp verkið á útvegg safns síns og var það niðurstaðan .


Sýning í Gallerí Port : Sænski graffiti listamaðurinn KURIR

Gallerí PORT er sýningarrými innaf húsasundi að Laugavegi 23b og dettur mér alltaf í hug gamli Listamannaskálinn hér fyrr á tímum þgar ég kem þar inn . Þar er að finna grasrótarstarfsemi ungra listamanna og sýnir þar nú sænskur upphaflega GRAFFITI listamaður sem kallar sig KURIR . Tilheyrir hann hópi í Stokkhólmi sem kallar sig PUBBS eða ´ The Poor Ugly Bad Boys ´og mætti af þessu ráða að kynvitund og samkennd karlmanna sé að eflast í Stokkhólmi og væri vel ef hið sama gerðist með Íslenskri Karlþjóð . Við fyrstu sýn minna myndir hans á dúkristur en listamaðurinn tjáði mér sjálfur að þær væru allar teiknaðar með bleki . Við yfirlestur virtust mér þær tvennskonar ,; annarsvegar fantasíuteikningar og hinsvegar aðrarGraffiti listamaðurinn KURIRKURIR í Gallerí PORT líkt og formrænni og voru þær myndir ákaflega skemmtilega skýrar og vel fram settar og lesanlegar í sjónspili sínu . Það er vel þess virði að koma við í Gallerí PORT á rölti um Laugaveginn og eru myndir Kurir verðsettar á 24 þúsund sem ætti nú ekki að setja neinn á hausinn . Graffiti sem á Íslensku kallaðist Veggjakrot er greinilega orðið vaxtarsproti Ungra skapandi listamanna .


Vandaðar sýningar á NÝLISTASAFNI

Orðið Nýlist kennt við listir varð upphaflega til hjá Magnúsi Pálssyni myndlistarmanni sem stofnaði Nýlistardeild við MHÍ . Þótti þetta mikil nýlunda og flykktust að deildinni listnemar sem vildu endurnýjun á myndlistarvettvanginn . Þegar þeir svo hurfu frá skólanum og tóku að verða virkir á svið lista var stofnað Nýlistarsafnið sem var í byrjun starfsemi sinnar staðsett í húsakynnum gamals þvottahúss á Vatnsstíg . Fagnar safnið 40 ára afmæli á þessu ári og verður að því tilefni haldin vegleg sýning með ungum listamönnum í júlí . Verkið ´Skuggi ´eftir Helgi Ögri úr safneign NylistarsafnsNúorðið forrita gallerí og listasöfn gjarnan sýningarstíl sinn og liststefnu sem listamenn viðkomandi þá selja sig undir . Sýningar Nýlistarsafnsins í nýju stóru og björtu sýningarrými í Marshall húsinu Grandavegi hafa verið sérstaklega vandaðar að uppsetningu og skýr framsetning . Verðast vinnubrögð að teljast vel öguð af þeim sem við safnið starfa og skila sér vel .


Nýtt sýningarými í GEYSIR HEIMA Skólavörðustíg ; Kjallarinn - KORKIMON

KorkimonNýjasta sýningarrýmið í Reykvískri listaflóru er Kjallarinn að versluninni GEYSIR HEIMA . Verslunin Geysir var upphaflega í Aðalstræti við Hlaðvarpann á síðustu Öld og var eigandi hennar faðir Gunnar Gunnarsson sálfræðingur sem seinna gerðist Einkasafnari á Myndlistarverk .  Nú stendur yfir í kjallararýminu sýning Melkorka Katrín sem kallar sig listakonan KORKIMON sem lengst af hefur búið og menntast í New York. Þar eru nokkrir nýstárlegir Skúlptúrar þar sem hversdagsleg efni fá nýtt og Absúrd samhengi . Þá má sjá nokkuð Óræðar teikningar þar sem líkt og hefur lengi loðað við Íslenska myndlistarmenn að ekki er dreginn skörp lína heldur verður af einhverskonar þreifandi Pár . Er að sjá í teikningunum naktar manneskjur í fígaratívri Anatomíu Torso . Virðast þær vera að hverfa að Ástarleik . Hvað sem hverju líður verður þetta að kallast Frumleg og Góð Frumraun hjá þessari Ungu Listakonu .


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 527133523 1313370606823359 3810628792192708674 n
  • 528599330 1430937085126709 3074053720310901245 n (1)
  • Clement-Chabernaud-2025-Massimo-Dutti-011
  • Clement-Chabernaud-2025-Massimo-Dutti-004
  • 535472061 1227114002793189 3817828440858229424 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 32
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 57941

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband