Færsluflokkur: Menning og listir
4.5.2018 | 07:58
Skondin uppákoma í I8 gallerí
I8 gallerí í Tryggvagötu opnaði með pomp og pragt sýningu á verkum meistara Íslenskrar listasögu þeim Þorvaldi Skúlasyni , Guðmundu Anrésdóttir og Nínu Tryggvadóttir . Heldur varð skondin uppákoma við opnunina er fullorðin kona kemur í fylgd dóttur sinnar en við að líta myndirnar hrópar kerlingin hálfum huga : ' Þetta eru falskar myndir , sjáiði hvað litir í mynd Nínu eru skærir einsog sé nýmálað ; Þorvaldur málaði aldrei í þessum pastellitum . ´ Ja viti nú hver , það verða sérfróðir menn að dæma um hvort er rétt hvað konan er að fara . Hún var vel við aldur og þekkti eitthvað til . Allavega þykist ég geta vitnað um að myndir Guðmundu Andrésdottir voru upprunalegar frá listamanni því þær hef ég allar séð áður . Myndirnar eru verðsettar frá 4 til 12 milljónum króna svo maður skyldi ætla að eitthvað sé í húfi . Meðal gesta við þessa opnun sem annars fór hið besta fram var Eyþór Arnalds borgarstjóraframbjóðandi .
22.4.2018 | 10:18
INNRÁS í ÁSMUNDARSAFNI
Í Ásmundarsafni er gangandi verkefni sem kallast INNRÁS af hálfu Listasafns Reykjavíkur þar sem fjörum völdum yngri listamönnum á að heita boðið til . Að þessu sinni skyldi listamaðurinn vera Hrafnhildur Arnardóttir sem býr og starfar í New York og hefur getið sér töluverðan orðstír sem listakona . Það var þó varla að sjá að listakonunni væri gefið nokkurt ráðrúm , verk Ásmundar Sveinssonar í yfirlitssýningu sem hljóta að skoðast í ljósi síns tíma stóðu föst sem stafur yfir steini og ekki að sjá að listakonunni væri gefið nokkuð svigrúm til að sýna sköpunarmátt sinn .
21.4.2018 | 03:15
LIFANDI PERFORMANS Í ÞRJÁ KLUKKUTÍMA HJÁ UNGU LISTAFÓLKI
Í íbúð í yfirgefnu húsi að Klapparstíg 12 fór fram föstudaginn 20. Apríl lifandi multimedískur gjörningur í 3 klukkutíma þennan eina dag . Listamennirnir sem stóðu að þessari uppákomu voru bæði listnemar og starfandi listamenn sem höfðu komið saman í Listaháskóli Íslands og ályktað sem svo að gera tilraun til að komast út fyrir hið fastbundna form listastofnana sem væru orðnar of hefbundnar / Akademískar í forminu og fremja þess í stað lifandi listgjörning . Komu listamennirnir víðar að en frá Íslandi m.a. Litháen . Var samkoman fjölsótt og tókst með ágætum .
16.4.2018 | 08:39
Frá Útskrift / Afgang Meistaranámsnema við Lista Akademíuna í Kaupmannahöfn - myndir
15.4.2018 | 11:30
Útskriftarsýning Meistaranema í myndlist og listfræði
Sama dag og Afgang mastersnám við myndlistaskóla Lista Akademíunnar í Kaupmannahöfn opnaði í Charlottenborg opnaði í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi sýning meistaranema í myndlist og listfræði við Listaháskóli Íslands . Safnið stofnaði Birgitta Spur eftirlifandi eiginkona Sigurjóns til varðveislu verka hans en sjálf er hún myndhöggvari frá Billedhuggerskole / Höggmyndaskóli Akademíunnar og á hún eitt snoturt verk í höggmyndagarði kvenna í Hljómskálagarði . Sýninguna nefna aðstandendur VIÐ MIÐ sem er orðaleikur þar sem Við erum aðkomendur og sýnendur en Mið vísar í staðsetningu og sögu staðhátta . Holdsveikraspítali stóð í Laugarnesi þar til hann brann og eru tvö ljósmynda grafísk verk þar sem sviðinn er hluti myndanna tilvísun í spítalann á þessum stað . Annað vakti eftirtekt mína að við aðkomuna hafði verið útbúinn göngubrú en inni salnum hékk rautt tjald líkt og rauða dreglinum hafi verið fórnað . Kennari við meistaranám í myndlist er Bryndís H. Snæbjörnsdóttir og verður að segjast að henni hefur tekisi að byggja undir heildræna innsetningu 10 listamanna af ólíkum uppruna þar sem verkin vinna saman í einni heild og eru sögð eiga að vinna með verkum í safninu . Ekki síður vísuðu þau í hið einstæða útsýni að hafinu sem er úr þessu húsi á þessum stað .Til Hamingju Útskriftarnemendur .
13.4.2018 | 02:52
DRAUMUR ~ [ OGRI - Monumental ]
Föstudaginn 13. Apríl opnar Útskriftarsýning nemenda í Meistaranámi við Myndlistarskóla Konunglegu Dönsku Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn , en uppnám hefur orðið um sýninguna eftir að útskriftarnemanda af múslimskum uppruna var neitað af Hallar- og Menningarráði um að setja upp veggverk á úthlið sýningarstaðar Akademíunnar Charlottenborg við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn . Var fyrirhugað að verkið sneri að Nýhöfninni þar sem eru mörg veitingahús og gjarnan mikil hreyfing af fólki . Ég var nemandi við Höggmyndaskóla þessarrar Akademíu
uppúr 1980 og hef eilítið átt undir að sækja fyrir að vera af öðru en dönsku bergi brotinn þó ég almennt hafi notið dyggs stuðnings , en lent milli stafs og sleggju sömuleiðis hér á landi fyrir að vera fyrirmunað að koma af dönskum skóla . Þykir mikill heiður af því í heimalandinu að fá inngöngu í Listaakademíuna og eru fáir sem komast að . Þó for svo að lokum að forstöðumaður ARoS listasafnsins í Árósum bauð konunni að setja upp verkið á útvegg safns síns og var það niðurstaðan .
8.4.2018 | 05:58
Sýning í Gallerí Port : Sænski graffiti listamaðurinn KURIR
Gallerí PORT er sýningarrými innaf húsasundi að Laugavegi 23b og dettur mér alltaf í hug gamli Listamannaskálinn hér fyrr á tímum þgar ég kem þar inn . Þar er að finna grasrótarstarfsemi ungra listamanna og sýnir þar nú sænskur upphaflega GRAFFITI listamaður sem kallar sig KURIR . Tilheyrir hann hópi í Stokkhólmi sem kallar sig PUBBS eða ´ The Poor Ugly Bad Boys ´og mætti af þessu ráða að kynvitund og samkennd karlmanna sé að eflast í Stokkhólmi og væri vel ef hið sama gerðist með Íslenskri Karlþjóð . Við fyrstu sýn minna myndir hans á dúkristur en listamaðurinn tjáði mér sjálfur að þær væru allar teiknaðar með bleki . Við yfirlestur virtust mér þær tvennskonar ,; annarsvegar fantasíuteikningar og hinsvegar aðrar líkt og formrænni og voru þær myndir ákaflega skemmtilega skýrar og vel fram settar og lesanlegar í sjónspili sínu . Það er vel þess virði að koma við í Gallerí PORT á rölti um Laugaveginn og eru myndir Kurir verðsettar á 24 þúsund sem ætti nú ekki að setja neinn á hausinn . Graffiti sem á Íslensku kallaðist Veggjakrot er greinilega orðið vaxtarsproti Ungra skapandi listamanna .
29.3.2018 | 11:08
Vandaðar sýningar á NÝLISTASAFNI
Orðið Nýlist kennt við listir varð upphaflega til hjá Magnúsi Pálssyni myndlistarmanni sem stofnaði Nýlistardeild við MHÍ . Þótti þetta mikil nýlunda og flykktust að deildinni listnemar sem vildu endurnýjun á myndlistarvettvanginn . Þegar þeir svo hurfu frá skólanum og tóku að verða virkir á svið lista var stofnað Nýlistarsafnið sem var í byrjun starfsemi sinnar staðsett í húsakynnum gamals þvottahúss á Vatnsstíg . Fagnar safnið 40 ára afmæli á þessu ári og verður að því tilefni haldin vegleg sýning með ungum listamönnum í júlí . Núorðið forrita gallerí og listasöfn gjarnan sýningarstíl sinn og liststefnu sem listamenn viðkomandi þá selja sig undir . Sýningar Nýlistarsafnsins í nýju stóru og björtu sýningarrými í Marshall húsinu Grandavegi hafa verið sérstaklega vandaðar að uppsetningu og skýr framsetning . Verðast vinnubrögð að teljast vel öguð af þeim sem við safnið starfa og skila sér vel .
26.3.2018 | 08:07
Nýtt sýningarými í GEYSIR HEIMA Skólavörðustíg ; Kjallarinn - KORKIMON
Nýjasta sýningarrýmið í Reykvískri listaflóru er Kjallarinn að versluninni GEYSIR HEIMA . Verslunin Geysir var upphaflega í Aðalstræti við Hlaðvarpann á síðustu Öld og var eigandi hennar faðir Gunnar Gunnarsson sálfræðingur sem seinna gerðist Einkasafnari á Myndlistarverk . Nú stendur yfir í kjallararýminu sýning Melkorka Katrín sem kallar sig listakonan KORKIMON sem lengst af hefur búið og menntast í New York. Þar eru nokkrir nýstárlegir Skúlptúrar þar sem hversdagsleg efni fá nýtt og Absúrd samhengi . Þá má sjá nokkuð Óræðar teikningar þar sem líkt og hefur lengi loðað við Íslenska myndlistarmenn að ekki er dreginn skörp lína heldur verður af einhverskonar þreifandi Pár . Er að sjá í teikningunum naktar manneskjur í fígaratívri Anatomíu Torso . Virðast þær vera að hverfa að Ástarleik . Hvað sem hverju líður verður þetta að kallast Frumleg og Góð Frumraun hjá þessari Ungu Listakonu .
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 32
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 133
- Frá upphafi: 57941
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar