5.1.2022 | 17:36
Veitingahúsum í Reykjavík gefin meðmæli
Ég heimsótti tvö veitingahús í Reykjavík um hátíðarnar og hafði sérstaka ánægju af hversu bjóðandi þau voru . Hið fyrra var La Prima Vera í Marshallhúsinu sem býður mat að ítölskum hætti og tel ég það vera eitt frábærasta ristorante í höfuðborginni . Eftir forétt mataði ég mig á pstarúllu með spínati og villisveppasósu og var það einn sá allra besti réttur sem ég hef borðað á veitingahúsi og mæli sérstaklega með veitingahúsinu . Þá var brauðkakan með vanillusósu í eftirrétt einstakt lostæti og bragðaðist vel . Bestu meðmæli frá mér til þessarrar veitingastofu . Annað sem ég heimsótto var Apótekið sem er veitingahús af hæsta gæðastaðli líkt og Hótel Holt enda matseðillinn ekki ólíkur og var þjónustan sérstaklega lipur . Í forétt fékk ég hörpuskel sem var einstaklega gómsæt og vel matreidd en í aðalrétt vel útilátnar nautalundir sem voru bornar fram með rótarhnýði . Ég kalla þetta veitingahús af hæsta klassa í matstofu flórunni í Reykjavík . Yfirgáfum við Apótekið vel mett og héldum útí nýárið .
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.