2.11.2021 | 15:54
Að ganga fjöruna
Margur sækir að sjónum með dulvitund sinni og það færir ró að vera við hafið . Í gegnum árin hef ég alltaf haft ánægju af að ganga fjöruna og vera við sjávarniðinn og ölduna . Meðan faðir minn var í móðurkviði drukknaði faðir hans við sjómennsku í Breiðafirði er bát hans hvolfdi ; en elsti sonur hans náði að synda í land og varð seinna mikill iðnjöfur kallaður Einar í Sindra . Ásmundur Jónatan faðir minn og hann áttu náinn vinskap og samstarf í þessu fyrirtæki sem seinna hlaut nafnið Sindra-Stál eftir dauða Einars. Ég fór seinna að skilja afhverju ég sótti svona að hafinu ; það var söknuður . Ég vildi finna afa minn . Nú er minn ástkæri félagi Henning Pold fluttur aftur til sinna heimkynna í Danmörku og við andlega einsemd sína tekur han að sækja að hafinu . Hans forfaðir var íslenskur sæfari sem formóðir hans elskaði og hann vill hann finna . Dulvitundin er starfandi .
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.