Þann 12. apríl síðastliðinn varð Margrét danadrottning áttræð . Það rifjast upp fyrir mér er ég á námsárum mínum hélt til með vinnustofu í Glashuset í Christianiu að einhverju sinni er ég var að koma frá indköberen úr innkaupum og gæddi mér á heimleiðinni á heilsukúlu veit ég ekki fyrri til en ég mæti sjálfri drottningunni hversdagsklæddri á göngu sinni ásamt fylgdarkonu og mælti hún mér í mót er við mættumst : ´ Han spiser krudt ´ . Það var á þessum slóðum að tókust kynni míns og félaga míns sem var að einhverju leyti af íslensku bergi brotinn og vann hann á morgunverðarstaðnum ´ morgenstedet ´við að hræra og rista músli í stórum potti sem snerist . Gekk hann þar undir nafninu Vollmar en hann menntaðist síðan við Háskólann í Kaupmannahöfn og lauk námi sem sérfræðingur í læknisfræðum og svo skemmtilega vill til að hann hefur nú tekið læknisstöðu við hjúkrunarheimili við Landspítalann í Reykjavík . Þá má segja frá því í leiðinni að framundan er sýning mætrar listakonu af þessum slóðum - Ingibjörg Rán - í menningarhúsinu Hannesarholt við Grundarstíg .
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 30
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 136
- Frá upphafi: 57325
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.