7.9.2019 | 18:30
Falleg sýning ELÍN HANSDÓTTIR í Ásmundarsal
Ásmundarsalur hefur endurnýjast sem listrými í menningarflóru Reykjavíkur og er þar samtímis boðið uppá aðkomu af vistlegri kaffistofu . Myndlistarkonan ELÍN HANSDÓTTIR sem eftir því sem ég hef náð að fylgja henni er skúlptúr listamaður sem vinnur rýmisverk hefur nú opnað sýningu í sal og gryfju hússins . Sýninguna kallar hún Annarsstaðar og verður af því ákveðið Afstæði því á sýningunni eru myndir af modeli af sal staðarins og model af gryfju . En staðhættir verða að hennar túlkun líkt og aflokað rými sem mér kemur í hug Sálin mannsins sem hvílir einsog sálarfylgsni innilokuð og enginn veit hvar þar leynist eða er að finna . þÓ er einsog einhver tómleiki yfir salarkynnum í mynd hennar ; kanski að það sé tíminn - söknuður Verk hannar í gryfju minnti mig nokkuuð á verk Hörpu Björnsdóttir í Gallerí Sævars Karls á sínum tíma sem hún kallaði HÍTIN ; gólfflötur models af staðarháttum og rými Gryfjunnar rennur niður er að því virðist botnlausa hít . Góð rýmisverk og falleg sýning hjá listakonunni með látlausu yfirbragði .
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 14
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 124
- Frá upphafi: 53615
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.