30.3.2019 | 08:04
STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ opnar sýningu
Í dag laugardag 30. mars opnar hinn þekkti myndlistarmaður Steingrímur Eyfjörð sýningu í Hverfisgallerí . Straks á námsárum hans í Myndlistar- og handíðaskóli Íslands þótti séð að þar væri á ferðinni listamaður sem mundi ná langt . Fullnumaðist hann seinna í Hollandi og hefur sýnt erlendis bæði í Bandaríkjunum og eins í Berlín . Einkenni Steingríms má segja að sé stundum íronían . Fyrir mig sem hafði fornám í deild við listaskólann í Kaupmannahöfn er kallaðist Visuel Kommunikation þar sem löggð var áhersla á myndmál verð ég að segja að mér fannst há listamanninum lengi framanaf að myndmálið væri smá skrift og ekki svo aðgengileg og auðlesanleg . En það hefur breyst hjá Steingrími og nú orðið er framsetning hans skýr og vel lesanleg . Nokkuð skemmtilegar skúlptúr formanir hafa komið frá honum þar sem hann mótar minni úr íslenskri sagnahefð þar sem hann myndgerir gjarnan hið afskræmda í fígúru á nokkuð sposkann hátt . Var ég svo lánsamur að vinna samtíma honum hjá Ríkissjónvarpinu þar sem ég var sviðshönnuður en hann sá um myndskreytingar við fréttir og var þar skeleggur maður á ferð mátti sjá .Hefur hann verið virkur á sýningarvettvangi að undanförnu og eitthvað svarið sig rétt aðeins við myndmál Pop listar . Kallast sýningin : ´ Megi þá Helvítis byltingin lifa ´ svo stutt er í háðið og opnar kl. 16.00 .
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 30
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 56046
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.