STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ opnar sýningu

Í dag laugardag 30. mars opnar hinn þekkti myndlistarmaður Steingrímur Eyfjörð sýningu í Hverfisgallerí . Straks á námsárum hans í Myndlistar- og handíðaskóli Íslands þótti séð að þar væri á ferðinni listamaður sem mundi ná langt . Fullnumaðist hann seinna í Hollandi og hefur sýnt erlendis bæði í Bandaríkjunum og eins í Berlín . Einkenni Steingríms má segja að sé stundum íronían . Fyrir mig sem hafði fornám í deild við listaskólann í Kaupmannahöfn er kallaðist Visuel Kommunikation þar sem löggð var áhersla á myndmál verð ég að segja að mér fannst há listamanninum lengi framanaf að myndmálið væri smá skrift og ekki svo aðgengileg og auðlesanleg . En það hefur breyst hjá Steingrími og nú orðið er framsetning hans skýr og vel lesanleg . Nokkuð skemmtilegar skúlptúr formanir hafa komið fráSteingrímur Eyfjörð honum þar sem hann mótar minni úr íslenskri sagnahefð þar sem hann myndgerir gjarnan hið afskræmda í fígúru á nokkuð sposkann hátt . Var ég svo lánsamur að vinna samtíma honum hjá Ríkissjónvarpinu þar sem ég var sviðshönnuður en hann sá um myndskreytingar við fréttir og var þar skeleggur maður á ferð mátti sjá .Hefur hann verið virkur á sýningarvettvangi að undanförnu og eitthvað svarið sig rétt aðeins við myndmál Pop listar . Kallast sýningin : ´ Megi þá Helvítis byltingin lifa ´ svo stutt er í háðið og opnar kl. 16.00 .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 528064099 1430895505130867 2203745228477154074 n
  • Burberry-Back-to-the-City-2025-002
  • 531494690 778601374666495 8198974658117962199 n
  • 530262218 778601467999819 6598559568677695527 n
  • 530222609 1218259087012014 1543505145579581019 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband