31.1.2019 | 07:55
Ókunnur maður stelur málverki í galleríi í Moskvu um miðjann dag
Á sunnudaginn var gekk ókunnur maður inn í TRETYAKOV galleríið í Moskvu að málverki sem sýnir fjallstopp á Krímskaga , lyfti því af veggnum og gekk með það út í daginn . Málverkið heitir ´ Ar Petri - Crimea ´ eftitr raunhyggjumálarann Arthip Kuindzi , er frá 1908 og metið á 185 þúsund dollara . Lögreglunni í Moskvu tókst seinna að finna málverkið óskaddað á byggingarsvæði og handtók í kjölfarið 31 árs gamlann mann sem sagðist ekki muna hvar hann hefði verið þennann umrædda dag . Gallerí þetta hefur til sýnis söguleg málverk frá aldamótum 1900 og ekki svo alls fyrir löngu gekk maður þar inn og risti í gegn þekkta mynd er sýndi Ívan grimma ; með eggjárni . Mikið, hefur verið gagnrýnt síðan að öryggisgæsla sé ekki nægileg í rússneskum söfnum og galleríum og hefur Olga Golodet sem sér um menningarmál af hálfu ráðuneyta tekið að sér að skoða málið .
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.3.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 70
- Frá upphafi: 55465
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.