25.1.2019 | 10:58
Útsýni í Reykjavík
Útsýni er fagurt á fögrum degi í Reykjavík og eftirsótt er orðið að eiga svokallaðar útsýnisíbúðir sem eru á efstu hæðum hárra fjölbýlis bygginga . Í suðri umlykur Bláfjallahringurinn byggðina og í fjarska má greina Keilir og Straumsvíkina . Í noðri ber hæst Úlfarsfell og Esja sem blasir við og gerir Reykjavíkurborg að fögru bæjarstæði ; traust og stöðug einsog breitt bak og veitir borgarstæðinu gott skjól . Í heiðríkju má greina tignarlegann Snæfellsjökullinn í fjarskanum sem hefur allann þann kraft sem ein af sjö orkustöðvum jarðarkringlunnar getur borið . Og svo má víða sjá útá ægifagurt hafið þar sem líf undirdjúpanna liggur í hími aldanna . Ekki fá allir notið útsýniseiginda en allir búa við glugga og flestir svalir því birtan er ekki síður af dáyndi . Gott birtuflæði í húsnæði lyftir anda mannsins og veitir hugarfró og kyrrð sálarinnar og getur verið jafnmikil fegurð og stórkostlegt útsýni . Og á svölunum má anda að sér hreinu loftin sem er ein mesta auðlind Íslands . Máltæki segir að þú haldir lífi svo lengi sem þú dregur lífsandann .
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.3.): 16
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 55459
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.