2.12.2018 | 12:31
Ljósmyndari af Snjall-símakynslóðinni í RAMSKRAM galleríi
Ár hvert tekur RAMSKRAM galleríið á Grettisgötu að sér að setja upp sýningar útskriftanemenda Ljósmyndaskólans ( upphaflega ljósmyndaskóli Sissu )og kallar UPPRENNANDI . Að þessu sinni opnaði nokkuð nýstárleg sýning þann 1. desember sem stendur út sunnudaginn en það er Hjördís Jónsdóttir sem sýnir listrænar myndir sem allar eru teknar á Snjallsíma . Segir í umsögn sýningarinnar að símar séu orðin fullkominn tækni sem skili góðum ljósmyndum og í stað þess að berjast á móti breytingum tekur galleríið framþróuninni opnum örmum . Myndirnar virtust þó nokkuð á sveimi ; voru ekki alveg í kyrrstöðu og hreyfingin gerði það af sér að ljósmyndirnar voru ekki allar skarpar . Eitthvað af myndunum voru selfies af listakonunni , nokkuð skemmtilgar þar sem hún feyktist líkt og Fóa feykirófa . Þá voru kyrralífsmyndir sem komið var fyrir í loftinu og áhorfandinn skoðaði með þartilgerðum speglagleraugum og voru þær hinar fallegustu . Áhugaverð frumraun hjá Ljósmyndaskólanum . - [ Mynd sem fylgir er af gömlu tækninni eftir Martine Franck fréttaljósmyndara á sjötta áratugnum ]
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 114
- Frá upphafi: 53642
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.