17.11.2018 | 16:16
Svartur köttur venur komur sínar og laumar sér í gegnum öryggishlið í Listasafni í Japan
Þegar ljósmyndarinn Mitsivaki Iwago hélt sýninguna KETTIR í Hiroshima Onomichi City Museum of Art gerðist nokkuð óvænt . Svartur köttur sem kallast orðið Ken-chan og kemur frá veitingahúsi í nágrenninu fór að venja komur sínar í listasafnið . Er kötturinn nokkuð séður og bíður þess að öryggishliðið opni og grípur þá tækifærið og laumar sér inn svo öryggisverðir eiga fullt í fangi með að hemja heimkomur kattarins . Margir hefðu haldið að aðkoma svarts kattar bæri ólukku með sér en það er öðru nær í þessu tilviki því kötturinn hefur vakið athygli og aukið aðsóknina í safnið .
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 105
- Frá upphafi: 53625
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 68
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.