13.9.2018 | 06:35
HARALDUR JÓNSSON myndlistarmaður
Haraldur Jónsson hefur verið starfandi mynlistarmaður og ákaflega mikilvirkur í fleiri ár . Hann á ekki langt að sækja gáfuna því faðir hans ku vera arkitekt en sjálfur var hann í framhaldsnámi í myndlistum í Finnlandi . Við skoðun mína á sýningum fór ég snemma að veita Haraldi eftirtekt fyrir einstæða rýmiskennd sína og næmni ; en annað og meira aðalsmerki hans tel ég vera fálæti . Ég minnist skúlptúrsýningar undir stjórn Gunnars Kvaran að Kjarvalsstöðum þar sem hann líkt og hafði klætt afmarkað sýningarými sitt og hljóðeinangrað en annað var þar ekki . Þannig vann hann með aflokun hljóðsins og hins utanaðkomandi áreitis . Annað verk átti hann á útilistarsýningu Myndhöggvarafélags Reykjavíkur meðfram brimgarðinum við Sæbraut þar sem hann leiddi mikið rör frá bakkanum í sjóinn . Verð ég nú að segja að það fannst mer hálf endasleppt verk sem hafði þó ágæta afmörkun . Í Hafnarborg sýndi hann skemmtilegt og litríkt rýmisverk og fylgdu einfaldar teikningar sem reyndar voru ekki ýkja tilkomumiklar en þó vel unnið úr þeim og skýrar í framsetningu . Einsog vegur margra listamanna liggur þá gerst þeir söluvænir er á líður ferilinn og þannig voru verk hans í BERG gallerí . Áttu þau að heita þrívíddarteikningar . En framundan er mikil sýning á Listasafni Reykjavíkur sem hafst þann tuttugasta október og kallast ´ RÓF ´ .
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 68
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.