15.4.2018 | 11:30
Útskriftarsýning Meistaranema í myndlist og listfræði
Sama dag og Afgang mastersnám við myndlistaskóla Lista Akademíunnar í Kaupmannahöfn opnaði í Charlottenborg opnaði í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi sýning meistaranema í myndlist og listfræði við Listaháskóli Íslands . Safnið stofnaði Birgitta Spur eftirlifandi eiginkona Sigurjóns til varðveislu verka hans en sjálf er hún myndhöggvari frá Billedhuggerskole / Höggmyndaskóli Akademíunnar og á hún eitt snoturt verk í höggmyndagarði kvenna í Hljómskálagarði . Sýninguna nefna aðstandendur VIÐ MIÐ sem er orðaleikur þar sem Við erum aðkomendur og sýnendur en Mið vísar í staðsetningu og sögu staðhátta . Holdsveikraspítali stóð í Laugarnesi þar til hann brann og eru tvö ljósmynda grafísk verk þar sem sviðinn er hluti myndanna tilvísun í spítalann á þessum stað . Annað vakti eftirtekt mína að við aðkomuna hafði verið útbúinn göngubrú en inni salnum hékk rautt tjald líkt og rauða dreglinum hafi verið fórnað . Kennari við meistaranám í myndlist er Bryndís H. Snæbjörnsdóttir og verður að segjast að henni hefur tekisi að byggja undir heildræna innsetningu 10 listamanna af ólíkum uppruna þar sem verkin vinna saman í einni heild og eru sögð eiga að vinna með verkum í safninu . Ekki síður vísuðu þau í hið einstæða útsýni að hafinu sem er úr þessu húsi á þessum stað .Til Hamingju Útskriftarnemendur .
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.