Föstudaginn 13. Apríl opnar Útskriftarsýning nemenda í Meistaranámi við Myndlistarskóla Konunglegu Dönsku Listaakademíunnar í Kaupmannahöfn , en uppnám hefur orðið um sýninguna eftir að útskriftarnemanda af múslimskum uppruna var neitað af Hallar- og Menningarráði um að setja upp veggverk á úthlið sýningarstaðar Akademíunnar Charlottenborg við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn . Var fyrirhugað að verkið sneri að Nýhöfninni þar sem eru mörg veitingahús og gjarnan mikil hreyfing af fólki . Ég var nemandi við Höggmyndaskóla þessarrar Akademíu
uppúr 1980 og hef eilítið átt undir að sækja fyrir að vera af öðru en dönsku bergi brotinn þó ég almennt hafi notið dyggs stuðnings , en lent milli stafs og sleggju sömuleiðis hér á landi fyrir að vera fyrirmunað að koma af dönskum skóla . Þykir mikill heiður af því í heimalandinu að fá inngöngu í Listaakademíuna og eru fáir sem komast að . Þó for svo að lokum að forstöðumaður ARoS listasafnsins í Árósum bauð konunni að setja upp verkið á útvegg safns síns og var það niðurstaðan .
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
ÖGRI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 22
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 107
- Frá upphafi: 56209
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.