Karlmenn í bleiku í vorið

Nú er að ganga inn bleikur litur á karlmennina í vor og sumar 2020 samkvæmt því sem tískuhönnuðir munu bjóða . Myndirnar eru frá sýningu SaFerragamo Ferragamo lvatore Ferragamo í Flórens á Ítalíu . Af hverju ekki karlmenn í bleiku ; sá litur klæðir meira segja marga mjög vel ef litarhaft á við .


RALPH LAUREN herralína heldur inn í vorið 2020 með Purple Label

Nú fer að ganga inn í verslanir vor og sumar fatnaðurinn 2020 . Ralph Lauren sem Herragarðurinn hefur haft á boðstólum heldur uppi herralínu undir merkjum Purple Label og kynnir nú suartísku karlmannanna . FatnaðurinnPurple LabelPurple LabelPurple Label er léttur , ljós og sumarlegur og eftir jakkafötunum að dæma er dimmblár að ganga inn í herratískuna með vorinu og fötin tvíhneppt .


FEMME FATALE [ ÖGRI ]

FEMME FATALE - [Femme Fatale VINTAGE ]


Fyrirsætinn LEON DAME í myndaröð fyrir vor og sumar 2020

Þýski fyrirsætinn LEON DAME hefur vakið gríðarlega athygli fyrir frumlega framkomu og göngutakta í sýningum Maison Margiela þar sem John Galliano leiðir hönnunnina og nýtur í kjölfarið mikillla vinsælda situr fyrir sem andlit hjá ítalska hönnuðinum ARTHUR ARBESSER í auglýsingaherferð fyrir vor og sumarið 20 . Hér má sjá fyrirsænn í myndröðinni .Leon-Dame-Arthur-Arbesser-SS20Leon-Dame-Arthur-Arbesser-SS20


Götutískan í París á tískuviku Herra

Nú er rétt um lokið tískuvikum karlmannatískunnar fyrir haust vetur 2020 - 21 í Mílanó og París þar sem þekktustu tískuhönnuðirnir koma fram með það sem er framundan hjá þeim með næsta hausti . Útliti og klæðnaði gestkomanda við tískusýningar á götum háborganna um sama leyti er sömuleiðis gefinn gaumur og hér eru nokkrar myndir af herramönnum á götum Parísar meðan tískuvikan stóð yfir þar í borg .paris-fashion-week-fall-winter-2020-street-style-snaps-84paris-fashion-week-fall-winter-2020-street-style-snaps-49paris-fashion-week-fall-winter-2020-street-style-snaps-90


Herraklippinginn í haustið og veturinn 2020.21 : beinn ennistoppur

Beinn skorinn stuttur toppur í enni við stuttklippt hárið er greinilega það sem mun gera sig með næsta hausti eftir að dæma klippingu fyrirsætannaq á tískuvikum herra fyrir 2020.21.Herraklipping 2020


Eitthvað fyrir íslenskt prjónafólk : peysur skreyttar glersteinum

Þeir glitruðu líkt og gimsteinar væru glersteinarnir sem prjónapeysurnar voru skreyttar á tískuviku herra í París á dögunum . Þetta er það koma skal með vetrartískunni hjá karlmönnum 2020 - 21 . Frá tískuviku herra í París[ Sá mynd ]


JACQUEMUS : ungur franskur hönnuður sem er að vekja athygli

Nýtt nafn í frönskum tískheimi sem hefur náð að vekja athygli undanfarin misseri ekki síst fyrir karlmannaklæðnað er JACQUEMUS . Er það ungur hönnuður sem þykir frambærilegur og kallaðist sýning hans á tiskuviku herra fyrir haust og vetur 2020 - 21 í París L´ANNÉE 97 . Klæðskurðurinn var beinn og skorinn og litirnir hvítt og ljósir moskulitirJacquemusJacquemusJacquemus . Hér sjáum við fáein sýnishorn frá sýningunni .


JEAN PAUL GAULTIER segir skilið við tískuna

Franski hönnuðurinn Jean Paul Gaultier sem haldið hefur uppi merkjum franskrar hátísku hefur tilkynnt að hann segi skilið við senuna eftir 50 ára farsælann feril og haldi nú sína síðustu sýningu . Hann laggði niður label sitt fyrir fáeinum árum en hefur haldið úti Haute Couture hönnunn en heldur nú sína síðustu sýningu hátísku sem fer fram þann 22 janúar í París .Jean Paul Gaultier


Vetrarlína DIOR Homme fyrir veturinn 2020 - 21

Hönnuðurinn Kim Jones hefur kynnt haust og vetrarlínu herra fyrir haust og vetur 2020 - 21 . DIOR Homme 2020 - 21DIOR Homme 2020 - 21Fatnaðurinn er vandaður og sígildur og greinilegt að fransmenn eru að skóla hann í klassískum klæðastíl karlmanna því bandaríski street stælinn sem hann fór af stað með er hverfandi . Hér sjáum við fáein dæmi um það sem var til sýnis á tískuviku herra í París nú .


Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Jan. 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Versace-Spring-2024-001
  • 433870065 7392519304170775 4222874427841695587 n
  • 433958212 7392517387504300 8258859871114543692 n
  • 433873656 7392515637504475 230348292710926419 n
  • Orlebar-Brown-Spring-2024-7-1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 157
  • Frá upphafi: 49085

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband