Ungverskur fyrirsæti kynnir haust- og vetrarlínu RESERVED

Top fyrirsætinn ROBERTO SIPOS frá Ungverjalandi prýðir lookbook fyrir haust- og vetrarlínu 2019.20 herratískuvörunnar RESERVED . Ljósmyndari er Mateusz Stankiewicz . Einsog sjá má af myndunum er herralína þeirra litrík og klæðileg fyrir það sem koma skal til betur búinna Roberto-Sipos-Reserved-FW19Roberto-Sipos-Reserved-FW19Roberto-Sipos-Reserved-FW19 karlmanna með hausti og vetri .


Einn þekktasti karlfyrirsætinn í dag : FERNANDO CABRAL

FERNANDO CABRAL er frá Guinea Bissau og kom inn í heim fyrirsæta árið 2010 . Hann hefur grannt og spengilegt vaxtarlag og er í dag einn sá þekktasti í heimi fyrirsæta . Hann hefur gengið runway fyrir hönnuði á við Givenchy og Hermes , verið í auglýsingaherferðum fyrir Balmain og nú síðast Zara en má segja að ferill hans hafi náð hápunkti er hann prýddi myndir fyrir Tom Ford í auglýsingaherferð hans vor sumar 2018 . Þá skartaði honum á forsíðu VOGUE Portugal ekki svo alls fyrir löngu .Fernando-Cabral-Mmscene-Magazine-Benoit-Auguste-10Fernando-Cabral-Mmscene-Magazine-Benoit-Auguste-05


Fyrirsætinn FILIP HRIVNAK myndaður í Kenýa

Slóvaski fyrirsætinn Filip Hrivnak var á dögunum myndaður í fallegu umhverfi þjóðgarða Kenýa fyrir auglýsingaherð herrafataframleiðandans AUTASON 2019 . Hann er jafnframt andlit línunnar Autason BLACK .Autason-Fall-Winter-2019Autason-Fall-Winter-2019


Listakonan REBECCA HORN á ArtBasel

safe_image (1)Rebecca HornÞýska listakonan Rebecca Horn er fædd 1944 ; menntaðist við listaskólann í Hamborg en fluttist til New York 1970 og tók að vinna við list sína þar . Hún tók að vinna með hina líkamlegu stærðargráðu sem hún útvíkkaði og framlengdð með  hjálp aðkomins efniviðar líkt og vængir og polýester strengir . Hún verður nú heiðurslistamaður Art Basel hátíðarinnar . Hér má sjá myndir af verkum hennar og vinnu með framlengingu mannslíkamans .


Sonur Mick Jagger prýðir myndaþátt karlmannatísku

RAG & BONE tískuhönnuðirnir hafa fengið JAMES JAGGER leikara og tónlistarmann til að prýða myndaþátt um tískuhönnunn karlmannatísku þeirra árið 2019 . Er hann sonur fyrirsætunnar á áttunda áratugnum Jerry Hall og hins stórfræga Rokkstjörnu MiJames-Jagger-Rag-Bone-Photo-Project-2019James-Jagger-Rag-Bone-Photo-Project-2019ck Jagger . Nokkur svipur með þeim feðgum að sjá má .


Trend í karlmannatískunni fyrir Veturinn 2019.20

Eitt sem mátti sjá í upphlaupi sýninga tískuhönnuða fyrir veturinn 2019.20 var að klæða saman jakkaföt og yfir þau dúnúlpu . Hér má sjá þrenn dæmi . Hæfir vel aðstæðum á Íslandi .Trend í veturinn


Hvernig eiga Herrarnir að klæða sig í Haustið

Nú líður að hausti . Haustið á Íslandi er oftast vindasamt og því kemur góður vindfrakki - eða vindjakki sér vel fyrir karlmennina . Þá getur orðið vætusamt og því gott að búa að vatnsheldum fatnaði og skóm . En það þarf ekki að dúða sig því enn er nokkuð hlýtt í veðri , Anton-Wagner-Cheng-Po-Ou-Yangheldur bara klæða sig á léttum nótum, casual klæðaburður fer vel með herramönnum í stað mikils íburðar en gott er að gæta smekkvísi því litir dempast gjarnan í karlmannafatnaði með haustinu .


LYF VIÐ HUNDAÆÐI : DATURA

Ég hefi rakið sögu mína hér í blogginu um einnkennilegt tilvik og aðkomu um sýkingu hundaæðis . Það er atburður sem gerist ekki hér á landi en í litlu þorpi á vesturströnd Ítalíu fyrir mörgum árum síðan . Fram á síðustu daga hefi ég borið einkenni þessa ; yfir mig ríða svokallaðar agressionir þegar ég er í einrúmi enn þann dag í dag og slæ ég þá frá mér . Þá hefi ég lýst vonbrigðum mínum um samskifti mín við heilbrigðisstarfsmenn sérstaklega á geðsviði Landspítala þar sem ég vill meina að aldrei hafi verið hlustað svo mikið sem á mig eða mér sýndur nokkur skilningur . Jafnvel hámenntuðustu menn eru þar að mínu viti illa að sér og næsta formyrkvaðir í fávisku sinni og hafa einblínt á þau geðrænu einkenni sem hafa fylgt og talið sig vera um til greiningar ; en hundaæði leggst í höfuð og heila þess sem fyrir því verður . Ef eitthvað hefur örlað fyrir skilningi hefur verið á að heyra að ´ Við getum ekkert hjálpað  ´ . Nú er ég sjálfur orðinn upplýstari og hefi fengið í hendur fræðilega frásögn sem segir frá blómplöntunni - liljunni DATURA sem unninn sé afurð úr fræjum hennar sem slái á slík einkenni sem ég hef lýst og jafnvel séu heilun á hundaæði . Þegar ég reyni að útvega þetta rek ég mig á það að Lyfjaeftirlit Ríkisins leyfir ekki innflutning á þessarri afurð . Hundurinn sýkti sem um var að ræða var svokallaður úlfarakki en það er gaman að segja frá þvi að menn í Ukraínu Datura sem þekkja til úlfa segja mér að úlfarnir sjálfir séu ekki mannígir og ráðist ekki á menn .


Sýning danska listamannahópsins A-KASSEN í Kling & Bang

Kling & Bang sýningarýmið í Marshallhúsinu Granda hefur fengið hingað hóp fjögurra mætra danskra listamanna sem kalla sig A-KASSEN og nú sýna í rýminu . Nafnið A Kassen er tilvísun í daglaunasjóð danskra listamanna sem rekinn er sameiginlega af bönkum og sparisjóðum þar í landi til að styðja við þarlenda myndlistarmenn og performera . Sýningin ber yfirskriftina ´ Móðir og barn ´ sem leggst út sem tema sem unnið er útfrá . Dönsku listamennirnir leitast ekki við að draga upp madonnu mynd heldur fjalla um samband móður og barns og sýna líkt og sálfræðilega hlið uppvaxtar . Þar má í sýningunni sjá brot stofudjásns líkt og minningu A-Kassen; og spor sem er mörkuð í grafinni víkkun gólfflatarins og minna á umkomuleysi barnsins . Þá hafa verið leiddar út leiðslur að gosbrunnamyndum svo vísað sé i uppsprettuna ; persónuleika barnsins sem mótast í sambandinu við móðurina . Framsetning er einföld og fagurfræðilega unninn , þá eru áberandi góð tök á tæknilegri úrvinnslu . Sýning sem vert er að mæla með til nánari skoðunar .


Lettneskur fyrirsæti í haust- og vetrarlínu REISS

Lettneski fyrirsætinn JANIS ANCENS sem er þekktur í heimi karlmannatískunnar sýnir hér haust- og vetrarlínu 2019.20 merkisins REISS . Ef Janis kemur ekki frá bænum Ogri skammt undan Kænugarði í Lettlandi ; en nafnið virðist ekki óskylt íslenska staðarheitinu Ögur .Janis-Ancens-Reiss-FW19Janis-Ancens-Reiss-FW19


Næsta síða »

Um bloggið

ÖGRI

Höfundur

ÖGRI
ÖGRI

bloggari

Ágúst 2019
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Polo-Ralph-Lauren-Spring-2024-032
  • Polo-Ralph-Lauren-Spring-2024-030
  • Polo-Ralph-Lauren-Spring-2024-021
  • 437147528 1201480844530519 6142304623429908072 n
  • 437574731 1201480957863841 3328566106316033807 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 198
  • Frá upphafi: 49574

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband